Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 25-26 | Fram í úrslitakeppnina eftir dramatík Smári Jökull Jónsson í Hertz-höllinni skrifar 4. apríl 2017 21:45 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og félagar í Fram hafa komið mörgum á óvart í vetur. vísir/anton Fram tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir dramatískan sigur á Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Fram mætir Haukum í 8-liða úrslitum en Grótta deildarmeisturum FH. Það var mikið undir í leiknum á Nesinu í kvöld. Grótta var í 7.sæti deildarinnar fyrir leikinn og Fram í 8.sæti. Fram átti á hættu að missa af sæti í úrslitakeppni ef þeir myndu tapa leiknum á meðan Grótta var að reyna að komast eins ofarlega í töflunni og mögulegt væri. Leikurinn byrjaði jafnt en síðan tóku heimamenn við sér. Þeir lokuðu vörninni og Lárus Helgi Ólafsson varði vel í markinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupsmörk og þar var Finnur Ingi Stefánsson fremstur meðal jafningja og skoraði hvert markið á fætur öðru. Mestur varð munurinn fjögur mörk, 10-6, og Framarar í vandræðum. Þá urðu heimamenn hins vegar fyrir áfalli. Þráinn Orri Jónsson, sem er einn þeirra allra besti varnarmaður, fékk beint rautt spjald og blátt í kjölfarið fyrir að fara í andlitið á Bjarka Bóassyni leikmanni Fram. Við þetta riðlaðist vörn Gróttu og gestirnir gengu á lagið. Þeir unnu upp forskotið og náðu forystu þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þeir hefðu svo getað komist tveimur mörkum yfir rétt fyrir leikhlé en voru klaufar þegar þeir voru með of marga leikmenn inni á vellinum og boltinn var dæmdur af þeim. Grótta jafnaði og staðan 14-14 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með sömu baráttu. Grótta náði að stoppa í lekann í vörninni hjá sér og Framarar áttu í mesta basli með að skora lengi vel. Það bætti svo ekki úr skák fyrir Framara þegar þeirra markahæsti maður, Andri Þór Helgason, fékk beint rautt spjald fyrir brot á Finni Inga. Grótta náði mest þriggja marka forystu og virtist vera að ná í sigur og senda Framara í sumarfrí. En seiglan í liði Fram er ótrúleg. Þeir bitu í skjaldarrendur og minnkuðu muninn jafnt og þétt og jöfnuðu metin þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar voru svo ekki fyrir hjartveika. Arnar Birkir Hálfdánarson kom Fram yfir í 25-24 en Nökkvi Dan Elliðason jafnaði strax í kjölfarið fyrir Gróttu. Fram var í sókn þegar innan við mínúta var eftir og hönd dómaranna var komin upp til merkis um leiktöf. Þá stökk Sigurður Örn Þorsteinsson upp og fann Bjart Guðmundsson galopinn á línunni sem skoraði framhjá Lárusi í markinu þegar um 15 sekúndur voru eftir. Grótta náði ekki að nýta þær sekúndur sem eftir lifðu heldur köstuðu boltanum í innkast og Framarar fögnuðu gríðarlega enda sæti í úrslitakeppninni tryggt. Lokatölur 26-25. Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram með 7 mörk og þeir Arnar Birkir Hálfdánsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoruðu 6 hvor. Daníel Þór Guðmundsson stóð lengst af í markinu og varði 10 skot. Hjá Gróttu var Finnur Ingi atkvæðamestur eins og svo oft áður. Hann skoraði 11 mörk og Lárus Helgi Ólafsson varði 13 skot í markinu. Fram fer alla leið upp í 6.sæti deildarinnar með sigrinum og mætir Íslandsmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum. Grótta fór niður í 8.sæti og mætir deildarmeisturum FH.Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 11/5, Hannes Grimm 4, Elvar Friðriksson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Harðarson 1, Júlíus Þórir Stefánsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Þráinn Orri Jónsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13, Lárus Gunnarsson 2.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 7/5, Arnar Birkir Hálfdánarson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Bjartur Guðmundsson 2, Matthías Daðason 2, Guðjón Andri Jónsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1. Varin skot: Daníel Þór Guðmundsson 10, Viktor Gísli Hallgrímsson 1. Guðmundur Helgi: Allir í handboltaheiminum spáðu okkur lóðrétt niðurGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram var afar ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar.VísirGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara var gríðarlega ánægður eftir að sætið í úrslitakeppninni var tryggt og hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir karakterinn sem þeir hafa sýnt í vetur. Fáir áttu von á því að Fram myndi enda í 6.sæti Olís-deildarinnar. „Mér líður stórkostlega. Strákarnir sýndu karakter eins við ætluðum að gera og höfum gert í allan vetur. Það er frábært að ná stigi hér og hvað þá tveimur gegn frábæru Gróttuliði,“ sagði Guðmundur Helgi þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Allir spáðu okkur lóðrétt niður í 1.deild. Allir í handboltaheiminum spáðu okkur beint niður. Við notuðum það til að kveikja í okkur og höfum staðið í fullt af liðum og erum komnir í 6.sæti.“ Gríðarleg barátta einkenndi leikinn í kvöld enda mikið undir. Tveir menn fengu beint rautt spjald, fyrst Þráinn Orri Jónsson í Gróttu í fyrri hálfleik og svo Andri Þór Helgason Framari snemma í þeim síðari. Guðmundur var þó ekki á því að leikurinn hefði verið sérlega grófur. „Nei, mér fannst það ekki. Fyrsta rauða spjaldið, það ætlar enginn að kýla svona. Þetta var bara óvart. Þegar Andri fær rautt, þá ætlar hann ekkert aftan í hann. Þetta voru tvö óhöpp sem líta illa út. Það er enginn sem ætlar sér svona, ég trúi því ekki á neinn mann.“ Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu talaði um það í viðtali eftir leik að það hefði verið afar pirrandi hversu oft Framarar hefðu skorað eftir að höndin hjá dómurunum var komin upp. Guðmundur Helgi sagði þetta vera ákveðna taktík hjá sínu liði. „Við gerðum út á þetta. Við vissum að þeir myndu klippa á Arnar Birki, það var klárt. Þá ætluðum við að spila eins lengi og við gætum og bíða eftir færunum. Við vorum heppnir og það var stöngin inn núna. Það hefur verið stöngin út í sex öðrum leikjum sem við höfum tapað með einu marki í vetur. Loksins unnum við með einu,“ bætti Guðmundur við. Með sigrinum í kvöld fór Fram alla leið upp í 6.sæti Olís-deildarinnar. Þeir mæta Íslandsmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum og Guðmundur sagðist hlakka til þeirrar rimmu. „Þetta verður bara gaman, það eru alltaf skemmtilegir leikir gegn Haukum. Haukarnir eru búnir að vera frábærir eftir áramót og ég hélt að þeir myndu klára þetta. Það verður frábært og gaman. Þetta er spennandi tækifæri að taka þátt,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum. Gunnar: Þurfum að taka til í hausnum á okkurGunnar Andrésson þjálfari Gróttu.VísirGunnar Andrésson þjálfari Gróttu var svekktur eftir tapið gegn Fram í kvöld en það þýðir að Grótta fellur niður í 8.sæti Olís-deildarinnar og deildarmeistarar FH bíða í 8-liða úrslitum. „Þetta var baráttuleikur allan tímann. Það er ótrúleg seigla í Frömurum því mér fannst við vera með yfirhöndina lengst af. Það þarf að hrósa Fram fyrir seigluna og þeir uppskáru tvö stig sem ég held þeir eigi bara skilið,“ sagði Gunnar við Vísi í leikslok. Vörn Gróttu riðlaðist í fyrri hálfleik þegar Þráinn Orri Jónsson var rekinn útaf með rautt spjald fyrir brot á Bjarka Bóassyni. „Mér fannst þetta bara tvær mínútur. Þeir sögðu að þetta hefði verið olnbogaskot en það var það ekkert. Hann fer óvart í andlitið á honum og mér fannst þetta harður dómur.“ Grótta náði vopnum sínum á ný eftir að Fram vann sig inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Þeir náðu mest þriggja marka forystu en Framarar unnu þann mun upp á lokamínútunum og tryggðu sér sigur. „Framararnir héngu mikið á boltanum og ítrekað var höndin komin upp en svo einhvern veginn fengu þeir færu og skoruðu ítrekað. Það var óþolandi að horfa á þetta stundum. Lukkudísirnar voru með þeim í dag og þeir fengu fráköst og annað sem duttu í þeirra hendur.“ „Það vantaði upp á viljann hjá mínum mönnum og það vantaði pung í menn að vilja vinna þennan fjandans leik. Ég er óánægður að við náum ekki að klára leikinn því við eigum að vinna Fram á eðlilegum degi finnst mér,“ bætti Gunnar við. Grótta fer eins og áður segir niður í 8.sæti deildarinnar eftir tapið í kvöld og mæta nýbökuðum deildarmeisturum FH í 8-liða úrslitum. „Mér líst bara ágætlega á þá rimmu. Deildin er svakalega jöfn og ég er viss um að það verða hörkuleikir. Við þurfum að undirbúa okkur og taka til í hausnum á okkur fyrir þá rimmu,“ sagði Gunnar að lokum. Bjartur: Þetta er draumi líkastAndri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram með 7 mörk.Bjartur Guðmundsson var hetja Fram í sigrinum á Gróttu í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var eðlilega í skýjunum þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. „Þetta er æðislegt og draumi líkast. Það var búið að spá okkur 10.sæti og svo endum við í 6.sæti, það er ákveðinn sokkur sem við gefum mönnum. Þetta eru sterk skilaboð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Bjartur. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Við höfum tapað mörgum leikjum með einu eða tveimur mörkum og áttum þennan inni. Mér fannst þetta alveg sanngjarnt.“ Eins og áður segir skoraði Bjartur sigurmarkið þegar skammt var eftir en hann fékk boltann á línunni og skoraði af öryggi. „Ég klikkaði á móti FH undir lokin og þeir náðu að jafna þannig að ég var búinn að ákveða að ef ég myndi fá annað svona færi þá myndi ég klára það. Þetta var frábært,“ bætti Bjartur við. Framundan eru leikir í 8-liða úrslitum deildarinnar gegn margreyndu liði Hauka en Bjartur sagðist hvergi smeykur fyrir þá rimmu. „Mér líst vel á að fá Haukana. Það verður hörkubarátta og alvöru bolti. Við höfum sýnt að við eigum möguleika gegn þeim. Við höfum unnið þá einu sinni og tapað tvisvar með einu. Við mætum fullir sjálfstrausts,“ sagði Bjartur að lokum. 25-26 (Leik lokið) - Hvílík spenna! Fram skorar sigurmarkið þegar höndin er komin upp og Aron Dagur kastar svo boltanum útaf. 25-26 (60.mín) Bjartur skorar og Grótta missir svo boltann! Fram fer í úrslitakeppnina!25-25 (60.mín) - Fram tekur leikhlé þegar 24 sekúndur eru á klukkunni. 25-25 (60.mín) - Nökkvi Dan skýtur í stöng þegar mínúta er efitr og Fram heldur í sókn.25-25 (59.mín) - Nökkvi Dan Elliðason jafnar fyrir Gróttu með gegnumbroti. Framarar flýta sér síðan fullmikið hinu megin og Lárus Gunnarsson ver frekar slakt skot frá Arnari Birki. Staðan er jöfn þegar ein og hálf mínúta er eftir og Grótta tekur leikhlé. 24-25 (58.mín) - Leonharð Harðarson klikkar í dauðafæri og Arnar Birkir kemur Fram yfir hinu megin. 2:30 eftir.24-24 (56.mín) - Framarar eru búnir að jafna og Elvar Friðriksson fær tveggja mínútna brottvísun fyrir brot á Sigurði Erni í hraðaupphlaupi. Hvílík spenna!24-22 (55.mín) - Fram minnkar muninn í eitt mark úr hraðaupphlaupi en Finnur Ingi eykur muninn í tvö mörk á ný. Framarar orðnir fullskipaðir þegar 5 mínútur eru eftir.23-21 (53.mín) - Grótta heldur forskotinu og Fram er enn í basli sóknarlega. Arnar Birkir fær þar að auki aðra brottvísun stuttu eftir að hann er kominn inn á ný eftir hina. Framarar eru að gera sér þetta svolítið erfitt.22-20 (50.mín) - Loksins mark hjá Fram og það gerir Guðjón Andri Jónsson laglega úr horninu. Arnar Birkir fær svo 2 mínútur strax í kjölfarið fyrir klaufalegt brot. Grótta einum fleiri næstu tvær mínútur.22-19 (47.mín) - Heimamenn komnir þremur mörkum yfir eftir tvær vörslur Lárusar og tvö hraðaupphlaupsmörk. Þetta þarf ekki að vera flókið.19-19 (45.mín) - Grótta virðist vera að ná vopnum sínum á ný. Fram þarf að hafa mikið fyrir sínum mörkum og eru í basli. Í þeim skrifuðu orðum skorar Arnar Birkir frábært mark af gólfinu og jafnar. Þetta verður spennandi allt til enda.17-17 (41.mín) - Annað rautt spjald hér á Nesinu. Finnur Ingi er kominn í gegn í horninu og Andri Þór Helgason virðist fara aftan í höndina á honum og fær beint rautt. Mér fannst þetta frekar harður dómur. Áfall fyrir Fram því Andri er þeirra markahæstur með 7 mörk.16-15 (36.mín) - Þetta byrjar með mikilli baráttu. Gróttumenn virðast vera búnir að stoppa fyrir lekann í vörninni því Framarar eru í vandræðum sóknarlega. Bæði mörk þeirra í hálfleiknum hafa komið af vítalínunni.14-14 (31.mín) - Þá er þetta komið af stað á nýjan leik. Daníel Þór byrjar á að verja vel í marki Fram. Gestirnir þurfa líklega sigur ætli þeir sér sæti í úrslitakeppninni því Stjarnan var fjórum mörkum yfir gegn Akureyri í hálfleik.14-14 (Hálfleikur) - Finnur Ingi er markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk og Elvar hefur skorað 3. Arnar Birkir, Þorsteinn Gauti og Andri Þór hafa allir skorað 4 mörk fyrir Fram.14-14 (Hálfleikur) - Framarar voru algjörir klaufar í lokin. Voru of margir inná þegar leikhléinu lauk og fengu tveggja mínútna brottvísun og Grótta boltann. Heimamenn jöfnuðu og Framarar misnotuðu þar að auki dauðafæri um leið og flautan gall. Jafnt í hálfleik og spennandi seinni hálfleikur framundan.13-14 (30.mín) - Framarar eru einu marki yfir þegar 30 sekúndur eru eftir. Þeir taka leikhlé og geta aukið muninn í tvö mörk fyrir hlé. Leikur Fram hefur heldur betur batnað eftir hæga byrjun og Daníel Þór Guðmundsson hefur átt fína innkomu í markið eftir að Viktori Gísla Hallgrímssyni gekk illa í byrjun.12-12 (26.mín) - Vörn Gróttu á í erfiðleikum eftir að hafa misst Þráinn út. Þeir voru í góðum gangi fram að því og Framarar í miklum vandræðum sóknarlega. Nú hefur taflið snúist við.11-10 (23.mín) - Munurinn kominn niður í eitt mark og þá tekur Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu leikhlé. Finnur Ingi markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk en Þorsteinn, Andri Þór og Arnar Birkir eru allir með 3 mörk fyrir Fram.11-8 (20.mín) - Framarar væru með forystu í leiknum ef ekki væri fyrir stórleik Lárusar Helga í markinu. Hann er kominn með 9 skot varin eftir 20 mínútna leik.10-8 (16.mín) - Blóðtaka fyrir Gróttu. Þráinn Orri fær fær beint rautt spjald og blátt í kjölfarið fyrir að fara gróflega í andlitið á Elíasi Bóassyni. Held þetta hafi verið réttur dómur því höggið var fast. Þráinn er lykilmaður í vörn Gróttu og öflugur í sókninni sömuleiðis. Gestirnir búnir að minnka muninn í tvö mörk.9-5 (13.mín) - Lárus búinn að loka markinu og beitir til þess öllum ráðum því hann fékk skot Arnars Birkis úr dauðafæri beint í andlitið. Arnar var fljótur að biðja hann afsökunar. Gróttmenn eiga hins vegar fremur auðvelt með að skora hinu megin. 8-5 (11.mín) - Lárus Helgi að verja vel í marki Gróttu og Finnur Ingi sjóðheitur í sókninni. Heimamenn komnir þremur mörkum yfir.4-4 (6.mín) - Andri Þór Helgason jafnar af vítalínunni, er yfirleitt öruggur þar. Jafnt á með liðunum hér í upphafi.3-2 (4.mín) - Gróttumenn búnir að skora í öllum sínum sóknum. Júlíus skoraði rétt í þessu gott mark úr horninu.1-1 (1.mín) - Arnar Birkir skoraði fyrsta markið með góðu skoti, framhjá Lárusi Helga í marki Gróttu. Þráinn Orri Jónsson var síðan fljótur að jafna fyrir Gróttu. Ásamt honum í sókn heimamanna eru þeir Finnur Ingi, Árni Benedikt, Aron Dagur, Elvar og Júlíus Þórir.0-0 (1.mín) - Þá er þetta komið af stað. Andri Þór, Þorsteinn Gauti, Elías, Arnar Birkir, Þorgeir Bjarki og Bjartur hefja leik í sókn Fram.19:27 - Það styttist í að þetta hefjist. Liðin ganga hér inn með unga Gróttustráka á undan sér og dynjandi trommuslátt frá stuðningsmönnum. Það verður allt lagt í sölurnar hér í kvöld, því get ég lofað.19:24 - Framarar hafa aftur á móti ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa unnið sigra gegn Val og Akureyri en gert jafntefli við FH og Aftureldingu. Þeir eru því á ágætu skriði.19:20 - Grótta hefur ekki unnið sigur í þremur síðustu leikjum sínum. Þeir náðu ótrúlegu jafntefli gegn Val um daginn þar sem þeir voru 8 mörkum undir á tímabili í seinni hálfleik. Þeir töpuðu svo í leiknum þar á eftir gegn FH og gerðu svo jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð.19:15 - Leikir þessara liða í vetur hafa verið jafnir og spennandi. Þau mættust hér á Seltjarnarnesi í 1.umferð og þar hafði Grótta betur, 28-26. Leikurinn í Safamýri fór fram í nóvember og þar vann Grótta eins marks sigur, 30-29. Við skulum vona að sama spenna verði uppi á teningunum í kvöld.19:10 - Grótta getur endað í einhverju af sætunum frá 5-8. Fram situr í 8.sætinu en gætu náð 6.sæti með sigri og ef Valur tapar þar sem Fram er með betri stöðu í innbyrðisviðureignum gegn Hlíðarendapiltum. Það verður afar spennandi að skoða stöðuna í lok kvölds. 18:55 - Liðin eru mætt út á völl í upphitun undir tónum Á móti sól. Heimamenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni og gætu náð alla leið í 5.sætið. Fram situr í 8.sæti sem er síðasta sæti í úrslitum. Þeir þurfa hins vegar sigur til að vera vissir um að halda því sæti, eða að Stjarnan vinni ekki sinn leik gegn Akureyri. 18:50 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Hertz-höllina á Seltjarnarnesi þar sem heimamenn í Gróttu taka á móti Fram í síðustu umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Í lok leikjanna í kvöld fáum við á hreint hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni auk þess sem kemur í ljós hvort það verður Akureyri eða Stjarnan sem fellur í 1.deild. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Fram tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir dramatískan sigur á Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Fram mætir Haukum í 8-liða úrslitum en Grótta deildarmeisturum FH. Það var mikið undir í leiknum á Nesinu í kvöld. Grótta var í 7.sæti deildarinnar fyrir leikinn og Fram í 8.sæti. Fram átti á hættu að missa af sæti í úrslitakeppni ef þeir myndu tapa leiknum á meðan Grótta var að reyna að komast eins ofarlega í töflunni og mögulegt væri. Leikurinn byrjaði jafnt en síðan tóku heimamenn við sér. Þeir lokuðu vörninni og Lárus Helgi Ólafsson varði vel í markinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupsmörk og þar var Finnur Ingi Stefánsson fremstur meðal jafningja og skoraði hvert markið á fætur öðru. Mestur varð munurinn fjögur mörk, 10-6, og Framarar í vandræðum. Þá urðu heimamenn hins vegar fyrir áfalli. Þráinn Orri Jónsson, sem er einn þeirra allra besti varnarmaður, fékk beint rautt spjald og blátt í kjölfarið fyrir að fara í andlitið á Bjarka Bóassyni leikmanni Fram. Við þetta riðlaðist vörn Gróttu og gestirnir gengu á lagið. Þeir unnu upp forskotið og náðu forystu þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þeir hefðu svo getað komist tveimur mörkum yfir rétt fyrir leikhlé en voru klaufar þegar þeir voru með of marga leikmenn inni á vellinum og boltinn var dæmdur af þeim. Grótta jafnaði og staðan 14-14 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með sömu baráttu. Grótta náði að stoppa í lekann í vörninni hjá sér og Framarar áttu í mesta basli með að skora lengi vel. Það bætti svo ekki úr skák fyrir Framara þegar þeirra markahæsti maður, Andri Þór Helgason, fékk beint rautt spjald fyrir brot á Finni Inga. Grótta náði mest þriggja marka forystu og virtist vera að ná í sigur og senda Framara í sumarfrí. En seiglan í liði Fram er ótrúleg. Þeir bitu í skjaldarrendur og minnkuðu muninn jafnt og þétt og jöfnuðu metin þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Síðustu mínúturnar voru svo ekki fyrir hjartveika. Arnar Birkir Hálfdánarson kom Fram yfir í 25-24 en Nökkvi Dan Elliðason jafnaði strax í kjölfarið fyrir Gróttu. Fram var í sókn þegar innan við mínúta var eftir og hönd dómaranna var komin upp til merkis um leiktöf. Þá stökk Sigurður Örn Þorsteinsson upp og fann Bjart Guðmundsson galopinn á línunni sem skoraði framhjá Lárusi í markinu þegar um 15 sekúndur voru eftir. Grótta náði ekki að nýta þær sekúndur sem eftir lifðu heldur köstuðu boltanum í innkast og Framarar fögnuðu gríðarlega enda sæti í úrslitakeppninni tryggt. Lokatölur 26-25. Andri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram með 7 mörk og þeir Arnar Birkir Hálfdánsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skoruðu 6 hvor. Daníel Þór Guðmundsson stóð lengst af í markinu og varði 10 skot. Hjá Gróttu var Finnur Ingi atkvæðamestur eins og svo oft áður. Hann skoraði 11 mörk og Lárus Helgi Ólafsson varði 13 skot í markinu. Fram fer alla leið upp í 6.sæti deildarinnar með sigrinum og mætir Íslandsmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum. Grótta fór niður í 8.sæti og mætir deildarmeisturum FH.Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 11/5, Hannes Grimm 4, Elvar Friðriksson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Harðarson 1, Júlíus Þórir Stefánsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Þráinn Orri Jónsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13, Lárus Gunnarsson 2.Mörk Fram: Andri Þór Helgason 7/5, Arnar Birkir Hálfdánarson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Bjartur Guðmundsson 2, Matthías Daðason 2, Guðjón Andri Jónsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1. Varin skot: Daníel Þór Guðmundsson 10, Viktor Gísli Hallgrímsson 1. Guðmundur Helgi: Allir í handboltaheiminum spáðu okkur lóðrétt niðurGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Fram var afar ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar.VísirGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara var gríðarlega ánægður eftir að sætið í úrslitakeppninni var tryggt og hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir karakterinn sem þeir hafa sýnt í vetur. Fáir áttu von á því að Fram myndi enda í 6.sæti Olís-deildarinnar. „Mér líður stórkostlega. Strákarnir sýndu karakter eins við ætluðum að gera og höfum gert í allan vetur. Það er frábært að ná stigi hér og hvað þá tveimur gegn frábæru Gróttuliði,“ sagði Guðmundur Helgi þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Allir spáðu okkur lóðrétt niður í 1.deild. Allir í handboltaheiminum spáðu okkur beint niður. Við notuðum það til að kveikja í okkur og höfum staðið í fullt af liðum og erum komnir í 6.sæti.“ Gríðarleg barátta einkenndi leikinn í kvöld enda mikið undir. Tveir menn fengu beint rautt spjald, fyrst Þráinn Orri Jónsson í Gróttu í fyrri hálfleik og svo Andri Þór Helgason Framari snemma í þeim síðari. Guðmundur var þó ekki á því að leikurinn hefði verið sérlega grófur. „Nei, mér fannst það ekki. Fyrsta rauða spjaldið, það ætlar enginn að kýla svona. Þetta var bara óvart. Þegar Andri fær rautt, þá ætlar hann ekkert aftan í hann. Þetta voru tvö óhöpp sem líta illa út. Það er enginn sem ætlar sér svona, ég trúi því ekki á neinn mann.“ Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu talaði um það í viðtali eftir leik að það hefði verið afar pirrandi hversu oft Framarar hefðu skorað eftir að höndin hjá dómurunum var komin upp. Guðmundur Helgi sagði þetta vera ákveðna taktík hjá sínu liði. „Við gerðum út á þetta. Við vissum að þeir myndu klippa á Arnar Birki, það var klárt. Þá ætluðum við að spila eins lengi og við gætum og bíða eftir færunum. Við vorum heppnir og það var stöngin inn núna. Það hefur verið stöngin út í sex öðrum leikjum sem við höfum tapað með einu marki í vetur. Loksins unnum við með einu,“ bætti Guðmundur við. Með sigrinum í kvöld fór Fram alla leið upp í 6.sæti Olís-deildarinnar. Þeir mæta Íslandsmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum og Guðmundur sagðist hlakka til þeirrar rimmu. „Þetta verður bara gaman, það eru alltaf skemmtilegir leikir gegn Haukum. Haukarnir eru búnir að vera frábærir eftir áramót og ég hélt að þeir myndu klára þetta. Það verður frábært og gaman. Þetta er spennandi tækifæri að taka þátt,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum. Gunnar: Þurfum að taka til í hausnum á okkurGunnar Andrésson þjálfari Gróttu.VísirGunnar Andrésson þjálfari Gróttu var svekktur eftir tapið gegn Fram í kvöld en það þýðir að Grótta fellur niður í 8.sæti Olís-deildarinnar og deildarmeistarar FH bíða í 8-liða úrslitum. „Þetta var baráttuleikur allan tímann. Það er ótrúleg seigla í Frömurum því mér fannst við vera með yfirhöndina lengst af. Það þarf að hrósa Fram fyrir seigluna og þeir uppskáru tvö stig sem ég held þeir eigi bara skilið,“ sagði Gunnar við Vísi í leikslok. Vörn Gróttu riðlaðist í fyrri hálfleik þegar Þráinn Orri Jónsson var rekinn útaf með rautt spjald fyrir brot á Bjarka Bóassyni. „Mér fannst þetta bara tvær mínútur. Þeir sögðu að þetta hefði verið olnbogaskot en það var það ekkert. Hann fer óvart í andlitið á honum og mér fannst þetta harður dómur.“ Grótta náði vopnum sínum á ný eftir að Fram vann sig inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Þeir náðu mest þriggja marka forystu en Framarar unnu þann mun upp á lokamínútunum og tryggðu sér sigur. „Framararnir héngu mikið á boltanum og ítrekað var höndin komin upp en svo einhvern veginn fengu þeir færu og skoruðu ítrekað. Það var óþolandi að horfa á þetta stundum. Lukkudísirnar voru með þeim í dag og þeir fengu fráköst og annað sem duttu í þeirra hendur.“ „Það vantaði upp á viljann hjá mínum mönnum og það vantaði pung í menn að vilja vinna þennan fjandans leik. Ég er óánægður að við náum ekki að klára leikinn því við eigum að vinna Fram á eðlilegum degi finnst mér,“ bætti Gunnar við. Grótta fer eins og áður segir niður í 8.sæti deildarinnar eftir tapið í kvöld og mæta nýbökuðum deildarmeisturum FH í 8-liða úrslitum. „Mér líst bara ágætlega á þá rimmu. Deildin er svakalega jöfn og ég er viss um að það verða hörkuleikir. Við þurfum að undirbúa okkur og taka til í hausnum á okkur fyrir þá rimmu,“ sagði Gunnar að lokum. Bjartur: Þetta er draumi líkastAndri Þór Helgason var markahæstur hjá Fram með 7 mörk.Bjartur Guðmundsson var hetja Fram í sigrinum á Gróttu í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var eðlilega í skýjunum þegar Vísir spjallaði við hann eftir leik. „Þetta er æðislegt og draumi líkast. Það var búið að spá okkur 10.sæti og svo endum við í 6.sæti, það er ákveðinn sokkur sem við gefum mönnum. Þetta eru sterk skilaboð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Bjartur. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Við höfum tapað mörgum leikjum með einu eða tveimur mörkum og áttum þennan inni. Mér fannst þetta alveg sanngjarnt.“ Eins og áður segir skoraði Bjartur sigurmarkið þegar skammt var eftir en hann fékk boltann á línunni og skoraði af öryggi. „Ég klikkaði á móti FH undir lokin og þeir náðu að jafna þannig að ég var búinn að ákveða að ef ég myndi fá annað svona færi þá myndi ég klára það. Þetta var frábært,“ bætti Bjartur við. Framundan eru leikir í 8-liða úrslitum deildarinnar gegn margreyndu liði Hauka en Bjartur sagðist hvergi smeykur fyrir þá rimmu. „Mér líst vel á að fá Haukana. Það verður hörkubarátta og alvöru bolti. Við höfum sýnt að við eigum möguleika gegn þeim. Við höfum unnið þá einu sinni og tapað tvisvar með einu. Við mætum fullir sjálfstrausts,“ sagði Bjartur að lokum. 25-26 (Leik lokið) - Hvílík spenna! Fram skorar sigurmarkið þegar höndin er komin upp og Aron Dagur kastar svo boltanum útaf. 25-26 (60.mín) Bjartur skorar og Grótta missir svo boltann! Fram fer í úrslitakeppnina!25-25 (60.mín) - Fram tekur leikhlé þegar 24 sekúndur eru á klukkunni. 25-25 (60.mín) - Nökkvi Dan skýtur í stöng þegar mínúta er efitr og Fram heldur í sókn.25-25 (59.mín) - Nökkvi Dan Elliðason jafnar fyrir Gróttu með gegnumbroti. Framarar flýta sér síðan fullmikið hinu megin og Lárus Gunnarsson ver frekar slakt skot frá Arnari Birki. Staðan er jöfn þegar ein og hálf mínúta er eftir og Grótta tekur leikhlé. 24-25 (58.mín) - Leonharð Harðarson klikkar í dauðafæri og Arnar Birkir kemur Fram yfir hinu megin. 2:30 eftir.24-24 (56.mín) - Framarar eru búnir að jafna og Elvar Friðriksson fær tveggja mínútna brottvísun fyrir brot á Sigurði Erni í hraðaupphlaupi. Hvílík spenna!24-22 (55.mín) - Fram minnkar muninn í eitt mark úr hraðaupphlaupi en Finnur Ingi eykur muninn í tvö mörk á ný. Framarar orðnir fullskipaðir þegar 5 mínútur eru eftir.23-21 (53.mín) - Grótta heldur forskotinu og Fram er enn í basli sóknarlega. Arnar Birkir fær þar að auki aðra brottvísun stuttu eftir að hann er kominn inn á ný eftir hina. Framarar eru að gera sér þetta svolítið erfitt.22-20 (50.mín) - Loksins mark hjá Fram og það gerir Guðjón Andri Jónsson laglega úr horninu. Arnar Birkir fær svo 2 mínútur strax í kjölfarið fyrir klaufalegt brot. Grótta einum fleiri næstu tvær mínútur.22-19 (47.mín) - Heimamenn komnir þremur mörkum yfir eftir tvær vörslur Lárusar og tvö hraðaupphlaupsmörk. Þetta þarf ekki að vera flókið.19-19 (45.mín) - Grótta virðist vera að ná vopnum sínum á ný. Fram þarf að hafa mikið fyrir sínum mörkum og eru í basli. Í þeim skrifuðu orðum skorar Arnar Birkir frábært mark af gólfinu og jafnar. Þetta verður spennandi allt til enda.17-17 (41.mín) - Annað rautt spjald hér á Nesinu. Finnur Ingi er kominn í gegn í horninu og Andri Þór Helgason virðist fara aftan í höndina á honum og fær beint rautt. Mér fannst þetta frekar harður dómur. Áfall fyrir Fram því Andri er þeirra markahæstur með 7 mörk.16-15 (36.mín) - Þetta byrjar með mikilli baráttu. Gróttumenn virðast vera búnir að stoppa fyrir lekann í vörninni því Framarar eru í vandræðum sóknarlega. Bæði mörk þeirra í hálfleiknum hafa komið af vítalínunni.14-14 (31.mín) - Þá er þetta komið af stað á nýjan leik. Daníel Þór byrjar á að verja vel í marki Fram. Gestirnir þurfa líklega sigur ætli þeir sér sæti í úrslitakeppninni því Stjarnan var fjórum mörkum yfir gegn Akureyri í hálfleik.14-14 (Hálfleikur) - Finnur Ingi er markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk og Elvar hefur skorað 3. Arnar Birkir, Þorsteinn Gauti og Andri Þór hafa allir skorað 4 mörk fyrir Fram.14-14 (Hálfleikur) - Framarar voru algjörir klaufar í lokin. Voru of margir inná þegar leikhléinu lauk og fengu tveggja mínútna brottvísun og Grótta boltann. Heimamenn jöfnuðu og Framarar misnotuðu þar að auki dauðafæri um leið og flautan gall. Jafnt í hálfleik og spennandi seinni hálfleikur framundan.13-14 (30.mín) - Framarar eru einu marki yfir þegar 30 sekúndur eru eftir. Þeir taka leikhlé og geta aukið muninn í tvö mörk fyrir hlé. Leikur Fram hefur heldur betur batnað eftir hæga byrjun og Daníel Þór Guðmundsson hefur átt fína innkomu í markið eftir að Viktori Gísla Hallgrímssyni gekk illa í byrjun.12-12 (26.mín) - Vörn Gróttu á í erfiðleikum eftir að hafa misst Þráinn út. Þeir voru í góðum gangi fram að því og Framarar í miklum vandræðum sóknarlega. Nú hefur taflið snúist við.11-10 (23.mín) - Munurinn kominn niður í eitt mark og þá tekur Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu leikhlé. Finnur Ingi markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk en Þorsteinn, Andri Þór og Arnar Birkir eru allir með 3 mörk fyrir Fram.11-8 (20.mín) - Framarar væru með forystu í leiknum ef ekki væri fyrir stórleik Lárusar Helga í markinu. Hann er kominn með 9 skot varin eftir 20 mínútna leik.10-8 (16.mín) - Blóðtaka fyrir Gróttu. Þráinn Orri fær fær beint rautt spjald og blátt í kjölfarið fyrir að fara gróflega í andlitið á Elíasi Bóassyni. Held þetta hafi verið réttur dómur því höggið var fast. Þráinn er lykilmaður í vörn Gróttu og öflugur í sókninni sömuleiðis. Gestirnir búnir að minnka muninn í tvö mörk.9-5 (13.mín) - Lárus búinn að loka markinu og beitir til þess öllum ráðum því hann fékk skot Arnars Birkis úr dauðafæri beint í andlitið. Arnar var fljótur að biðja hann afsökunar. Gróttmenn eiga hins vegar fremur auðvelt með að skora hinu megin. 8-5 (11.mín) - Lárus Helgi að verja vel í marki Gróttu og Finnur Ingi sjóðheitur í sókninni. Heimamenn komnir þremur mörkum yfir.4-4 (6.mín) - Andri Þór Helgason jafnar af vítalínunni, er yfirleitt öruggur þar. Jafnt á með liðunum hér í upphafi.3-2 (4.mín) - Gróttumenn búnir að skora í öllum sínum sóknum. Júlíus skoraði rétt í þessu gott mark úr horninu.1-1 (1.mín) - Arnar Birkir skoraði fyrsta markið með góðu skoti, framhjá Lárusi Helga í marki Gróttu. Þráinn Orri Jónsson var síðan fljótur að jafna fyrir Gróttu. Ásamt honum í sókn heimamanna eru þeir Finnur Ingi, Árni Benedikt, Aron Dagur, Elvar og Júlíus Þórir.0-0 (1.mín) - Þá er þetta komið af stað. Andri Þór, Þorsteinn Gauti, Elías, Arnar Birkir, Þorgeir Bjarki og Bjartur hefja leik í sókn Fram.19:27 - Það styttist í að þetta hefjist. Liðin ganga hér inn með unga Gróttustráka á undan sér og dynjandi trommuslátt frá stuðningsmönnum. Það verður allt lagt í sölurnar hér í kvöld, því get ég lofað.19:24 - Framarar hafa aftur á móti ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir hafa unnið sigra gegn Val og Akureyri en gert jafntefli við FH og Aftureldingu. Þeir eru því á ágætu skriði.19:20 - Grótta hefur ekki unnið sigur í þremur síðustu leikjum sínum. Þeir náðu ótrúlegu jafntefli gegn Val um daginn þar sem þeir voru 8 mörkum undir á tímabili í seinni hálfleik. Þeir töpuðu svo í leiknum þar á eftir gegn FH og gerðu svo jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð.19:15 - Leikir þessara liða í vetur hafa verið jafnir og spennandi. Þau mættust hér á Seltjarnarnesi í 1.umferð og þar hafði Grótta betur, 28-26. Leikurinn í Safamýri fór fram í nóvember og þar vann Grótta eins marks sigur, 30-29. Við skulum vona að sama spenna verði uppi á teningunum í kvöld.19:10 - Grótta getur endað í einhverju af sætunum frá 5-8. Fram situr í 8.sætinu en gætu náð 6.sæti með sigri og ef Valur tapar þar sem Fram er með betri stöðu í innbyrðisviðureignum gegn Hlíðarendapiltum. Það verður afar spennandi að skoða stöðuna í lok kvölds. 18:55 - Liðin eru mætt út á völl í upphitun undir tónum Á móti sól. Heimamenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni og gætu náð alla leið í 5.sætið. Fram situr í 8.sæti sem er síðasta sæti í úrslitum. Þeir þurfa hins vegar sigur til að vera vissir um að halda því sæti, eða að Stjarnan vinni ekki sinn leik gegn Akureyri. 18:50 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Hertz-höllina á Seltjarnarnesi þar sem heimamenn í Gróttu taka á móti Fram í síðustu umferð Olís-deildar karla í handknattleik. Í lok leikjanna í kvöld fáum við á hreint hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni auk þess sem kemur í ljós hvort það verður Akureyri eða Stjarnan sem fellur í 1.deild.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira