Undradrengurinn er heillaður af Gunnari Nelson en vill ekki berjast við hann næst Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 10:00 Gunnar Nelson vill fá bardaga á móti Undradrengnum. vísir/getty Stephen „Wonderboy“ Thompson, efsti maður styrkleikalistans í veltivigt UFC-bardagasambandsins, hefur ekki áhuga á bardaga á móti Gunnari Nelson næst þegar hann stígur inn í búrið en John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kallaði eftir bardaga á móti Undradrengnum þegar íslenski bardagakappinn var búinn að ganga frá Alan Jouban í London í síðasta mánuði. Thompson er búinn að tapa tvisvar sinnum fyrir Tyrone Woodley í titilbardaga og veit sjálfur að hann þarf að berjast tvisvar sinnum áður en hann fær annað tækifæri til að hirða beltið af Woodley. Undradrengurinn var í viðtali í þættinum The MMA Hour í gær sem Ariel Helwani, virtasti og vinsælasti MMA-blaðamaður heims, stýrir. Þar sagði Thompson að hann væri með nafn sem hann vill berjast við næst. „Það er rétt hjá þér. Bardagi á milli mín og Robbie Lawler væri frábær,“ sagði Thompson en Lawler er fyrrverandi veltivigtarmeistari sem er í öðru sæti styrkleikalistans núna, sæti á eftir Thompson.„Hann vill berjast standandi sem ég elska. Svo eru líka strákar þarna eins og Carlos Condit og Nate Diaz sem vilja líka bara berjast standandi. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu að taka mann niður. Ég vil fá einn af þeim fimm bestu.“ Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð og langar mikið að fá stóran bardaga næst en Thompson virðist ekki spenntur fyrir því að berjast gegn manni þetta neðarlega á styrkleikalistanum. „Ég heyrði af því að Gunnar Nelson vill fá bardaga við mig en hann er ekki á radarnum hjá mér því þeir sem eru á topp tíu sem Gunnar hefur barist við unnu hann. Demian Maia vann Gunnar og Rick Story líka þannig hann er bara ekki á radarnum hjá mér heldur þessir bestu,“ sagði Thompson. „Hann stóð sig frábærlega á móti Alan Jouban og er í níunda sæti á styrkleikalistanum en hann er bara ekki á radarnum hjá mér. Hann hefur tapað fyrir tveimur mönnum sem eru á topp tíu og ég er númer eitt.“ Undradrengurinn er með bakgrunn úr karate eins og Gunnar en hann hefur heillast af gæðum íslenska bardagakappans. Hann sér þá alveg berjast seinna meir en bara ekki núna. „Ég vil frekar berjast á móti einhverjum af þessum fimm bestu en í framtíðinni tel ég að við Gunnar munum berjast. Ég trúi því vegna þess að Gunnar er frábær bardagamaður sem hefur allt; góður í gólfinu og standandi. Við erum með svipaðan bardagastíl þar sem við komum báðir úr karate. Þetta gæti verið möguleiki í framtíðinni,“ sagði Stephen Thompson. Viðtalið við Stephen Thompson má heyra hér að neðan en umræðan um næsta bardaga hefst á 1:19:33. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Stephen „Wonderboy“ Thompson, efsti maður styrkleikalistans í veltivigt UFC-bardagasambandsins, hefur ekki áhuga á bardaga á móti Gunnari Nelson næst þegar hann stígur inn í búrið en John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kallaði eftir bardaga á móti Undradrengnum þegar íslenski bardagakappinn var búinn að ganga frá Alan Jouban í London í síðasta mánuði. Thompson er búinn að tapa tvisvar sinnum fyrir Tyrone Woodley í titilbardaga og veit sjálfur að hann þarf að berjast tvisvar sinnum áður en hann fær annað tækifæri til að hirða beltið af Woodley. Undradrengurinn var í viðtali í þættinum The MMA Hour í gær sem Ariel Helwani, virtasti og vinsælasti MMA-blaðamaður heims, stýrir. Þar sagði Thompson að hann væri með nafn sem hann vill berjast við næst. „Það er rétt hjá þér. Bardagi á milli mín og Robbie Lawler væri frábær,“ sagði Thompson en Lawler er fyrrverandi veltivigtarmeistari sem er í öðru sæti styrkleikalistans núna, sæti á eftir Thompson.„Hann vill berjast standandi sem ég elska. Svo eru líka strákar þarna eins og Carlos Condit og Nate Diaz sem vilja líka bara berjast standandi. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu að taka mann niður. Ég vil fá einn af þeim fimm bestu.“ Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð og langar mikið að fá stóran bardaga næst en Thompson virðist ekki spenntur fyrir því að berjast gegn manni þetta neðarlega á styrkleikalistanum. „Ég heyrði af því að Gunnar Nelson vill fá bardaga við mig en hann er ekki á radarnum hjá mér því þeir sem eru á topp tíu sem Gunnar hefur barist við unnu hann. Demian Maia vann Gunnar og Rick Story líka þannig hann er bara ekki á radarnum hjá mér heldur þessir bestu,“ sagði Thompson. „Hann stóð sig frábærlega á móti Alan Jouban og er í níunda sæti á styrkleikalistanum en hann er bara ekki á radarnum hjá mér. Hann hefur tapað fyrir tveimur mönnum sem eru á topp tíu og ég er númer eitt.“ Undradrengurinn er með bakgrunn úr karate eins og Gunnar en hann hefur heillast af gæðum íslenska bardagakappans. Hann sér þá alveg berjast seinna meir en bara ekki núna. „Ég vil frekar berjast á móti einhverjum af þessum fimm bestu en í framtíðinni tel ég að við Gunnar munum berjast. Ég trúi því vegna þess að Gunnar er frábær bardagamaður sem hefur allt; góður í gólfinu og standandi. Við erum með svipaðan bardagastíl þar sem við komum báðir úr karate. Þetta gæti verið möguleiki í framtíðinni,“ sagði Stephen Thompson. Viðtalið við Stephen Thompson má heyra hér að neðan en umræðan um næsta bardaga hefst á 1:19:33.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45