Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 18:42 Hæfi hluthafanna hefur ekki verið metið af FME, þar sem enginn þeirra fer með virkan eignarhlut í bankanum. vísir/eyþór Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka? Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka?
Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45
Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent