Drengurinn sem lést af slysförum í Hveragerði að kvöldi laugardagsins 1. apríl síðastliðinn hét Mikael Rúnar Jónsson fd. 2. janúar 2006 til heimilis að Kambahrauni 58 í Hveragerði. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.
Slysið varð á laugardagskvöld þegar Mikael Rúnar, sem virðist hafa verið einn að leik, klemmdist af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.
Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 22.37 á laugardagskvöld. Lögregla og sjúkralið fór þegar á staðinn en tilraunir til endurlífgunar drengsins báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Nafn drengsins sem lést í Hveragerði

Tengdar fréttir

Banaslys í Hveragerði
Banaslys varð í gærkvöldi í Hveragerði þar sem drengur, fæddur 2006, sem virðist hafa verið einn að leik, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.

Mikið áfall fyrir samfélagið
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir hörmulegt banaslys.