Ofbeldi gegn börnum Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. apríl 2017 07:00 Á hverjum degi á sér stað ofbeldi gegn börnum hér á landi. Ofbeldið er framið af foreldri sem ekki vill leyfa barninu að eiga í samskiptum við hitt foreldrið undir því yfirskini að barninu verði meint af samskiptunum. Hef ég í mínu starfi heyrt fjölmargar útgáfur af ástæðu og umfangi tjónsins sem kann að verða á sálu barns fái það að njóta samvista við báða foreldra sína. Nú skal tekið fram að einstaka sinnum er hætta á að barn lendi í óviðeigandi aðstæðum í návist foreldris en það er blessunarlega algjör undantekning. Langoftast er ástæða tálmunar allt önnur. Langoftast er það vegna deilna milli foreldranna, særinda í kjölfar samvistarslita, nýrra maka sem „ekki mega“ hitta barnið o.s.frv. Þegar farið er ígrundað yfir málið með foreldrinu sem ofbeldinu beitir kemur í ljós að barnið er ekkert í raunverulegri hættu. Þegar heildarhagsmunir eru metnir kemur iðulega í ljós að tjónið af tálmun er mun meira en mögulegt tjón af samvistum við foreldri og fjölskyldu þess. Tálmun er grafalvarleg en því miður er kerfið algjörlega lamað gagnvart henni. Tálmi foreldri umgengni tekur það sýslumannsembættið marga mánuði og jafnvel ár að leysa málin. Fara þarf í margar umferðir í sáttameðferð, bæði til að fá úrskurð sýslumanns sem og til að knýja á um dagsektir. Árin líða án mikilvægrar tengslamyndunar og barnið tapar. Barnið býr áfram við ofbeldi og barnið tapar. Ég fagna framkomnu frumvarpi um að tálmun á umgengni verði gerð refsiverð en óska þess einnig að Alþingi skoði hvernig meðferð þessara mála er og lagi til, svo þessi kerfislægi vandi bitni ekki svona harkalega á börnum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun
Á hverjum degi á sér stað ofbeldi gegn börnum hér á landi. Ofbeldið er framið af foreldri sem ekki vill leyfa barninu að eiga í samskiptum við hitt foreldrið undir því yfirskini að barninu verði meint af samskiptunum. Hef ég í mínu starfi heyrt fjölmargar útgáfur af ástæðu og umfangi tjónsins sem kann að verða á sálu barns fái það að njóta samvista við báða foreldra sína. Nú skal tekið fram að einstaka sinnum er hætta á að barn lendi í óviðeigandi aðstæðum í návist foreldris en það er blessunarlega algjör undantekning. Langoftast er ástæða tálmunar allt önnur. Langoftast er það vegna deilna milli foreldranna, særinda í kjölfar samvistarslita, nýrra maka sem „ekki mega“ hitta barnið o.s.frv. Þegar farið er ígrundað yfir málið með foreldrinu sem ofbeldinu beitir kemur í ljós að barnið er ekkert í raunverulegri hættu. Þegar heildarhagsmunir eru metnir kemur iðulega í ljós að tjónið af tálmun er mun meira en mögulegt tjón af samvistum við foreldri og fjölskyldu þess. Tálmun er grafalvarleg en því miður er kerfið algjörlega lamað gagnvart henni. Tálmi foreldri umgengni tekur það sýslumannsembættið marga mánuði og jafnvel ár að leysa málin. Fara þarf í margar umferðir í sáttameðferð, bæði til að fá úrskurð sýslumanns sem og til að knýja á um dagsektir. Árin líða án mikilvægrar tengslamyndunar og barnið tapar. Barnið býr áfram við ofbeldi og barnið tapar. Ég fagna framkomnu frumvarpi um að tálmun á umgengni verði gerð refsiverð en óska þess einnig að Alþingi skoði hvernig meðferð þessara mála er og lagi til, svo þessi kerfislægi vandi bitni ekki svona harkalega á börnum landsins.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun