KR valtaði yfir Grindavík og er orðið sigursælast í sögu deildabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2017 15:53 KR vann Grindavík örugglega, 4-0, í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór í Egilshöll í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir vesturbæjarliðið og nýi danski framherjinn Tobias Thomsen tvö mörk. Þetta er annað árið í röð sem KR verður deildabikarmeistari en það vann Víking auðveldlega í úrslitum í fyrra. KR er enn fremur orðið sigursælasta félagið í deildabikarnum með sjö sigra en FH kemur næst með sex. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 29. mínútu með marki eftir aukaspyrnu. Pálmi Rafn Pálmason renndi boltanum til hliðar og Óskar þrumaði boltanum í netið óverjandi fyrir Bosníumanninn Kristijan Jajalo í marki Grindavíkur. KR-ingar voru miklu betri aðilinn allan tímann og komust í 2-0 þegar danski framherjinn Tobias Thomsen skoraði á 62. mínútu eftir mistök Grindjána í teignum. Af harðfylgi kom hann boltanum í netið. Thomsen skoraði í átta liða úrslitunum og aftur í undanúrslitunum á móti FH þar sem hann skaut KR í úrslitin. Hann bætti svo við tveimur mörkum í dag en hann setti þriðja mark KR á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Thomsen sagði í viðtali á dögunum að hann stefnir á fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og markakóngstitilinn en miðað við byrjunina hjá honum virðist sá danski líklegur til að standa við stóru orðin. Ástbjörn Þórðarson, unglingalandsliðsmaður fæddur árið 1999, kórónaði frábæran leik KR-liðsins með marki í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Axels Sigurðarsonar sem er fæddur árið 1998. Ungu strákarnir að gera vel undir lokin. Nýliðar Grindavíkur eru búnir að spila vel í Lengjubikarnum en mættu ofjörlum sínum í KR-liðinu í dag sem lítur vel út þegar tæpar tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
KR vann Grindavík örugglega, 4-0, í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór í Egilshöll í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir vesturbæjarliðið og nýi danski framherjinn Tobias Thomsen tvö mörk. Þetta er annað árið í röð sem KR verður deildabikarmeistari en það vann Víking auðveldlega í úrslitum í fyrra. KR er enn fremur orðið sigursælasta félagið í deildabikarnum með sjö sigra en FH kemur næst með sex. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 29. mínútu með marki eftir aukaspyrnu. Pálmi Rafn Pálmason renndi boltanum til hliðar og Óskar þrumaði boltanum í netið óverjandi fyrir Bosníumanninn Kristijan Jajalo í marki Grindavíkur. KR-ingar voru miklu betri aðilinn allan tímann og komust í 2-0 þegar danski framherjinn Tobias Thomsen skoraði á 62. mínútu eftir mistök Grindjána í teignum. Af harðfylgi kom hann boltanum í netið. Thomsen skoraði í átta liða úrslitunum og aftur í undanúrslitunum á móti FH þar sem hann skaut KR í úrslitin. Hann bætti svo við tveimur mörkum í dag en hann setti þriðja mark KR á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Thomsen sagði í viðtali á dögunum að hann stefnir á fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og markakóngstitilinn en miðað við byrjunina hjá honum virðist sá danski líklegur til að standa við stóru orðin. Ástbjörn Þórðarson, unglingalandsliðsmaður fæddur árið 1999, kórónaði frábæran leik KR-liðsins með marki í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Axels Sigurðarsonar sem er fæddur árið 1998. Ungu strákarnir að gera vel undir lokin. Nýliðar Grindavíkur eru búnir að spila vel í Lengjubikarnum en mættu ofjörlum sínum í KR-liðinu í dag sem lítur vel út þegar tæpar tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira