Spáir ÍBV og Haukum áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 06:00 Eyjamaðurinn og fyrrum Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins. vísir/anton ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyjamönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsararnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrikalega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðarlega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heimavelli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safamýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira