Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 12:44 Flugfélagið United Airlines hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan maður var dreginn með valdi út úr vél félagsins. Sporðdrekinn mun líklega ekki bæta ástandið. Vísir/AFP „Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
„Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira