Ólafur segir dýrara í sumum tilfellum að taka flugrútuna en að leggja í langtímastæði Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 14. apríl 2017 12:10 Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. Vísir/Pjetur Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir sérkennilegt að það borgi sig í sumum tilfellum að greiða í langtímabílastæði á Keflavíkurflugvelli frekar en að taka flugrútuna. Ef hjón fara til að mynda í helgarferð yrði flugrútan dýrari kosturinn. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og hafa þeir sem ætluðu að leggja við flugvöllinn lent í vandræðum. Í gær sendi Isavia frá sér tilkynningu og hvatti fólk sem var að fara í flug í gær eða í dag til að taka rútu, strætó eða leigubíl á völlinn. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það geti verið dýrara fyrir fólk að taka flugrútuna en að fara á eigin bíl. „Þetta er svolítið áhugavert dæmi. Það kostar í langtímastæði 1250 krónur á sólarhring. Ef maður kaupir miða fram og til baka í rútuna þá kostar það 4.000 krónur. Á fjórða degi er orðið ódýrara fyrir einn að taka rútuna en ef tveir eru að fara í helgarferð er miklu ódýrara að keyra út á völl og borga fyrir bílastæði,“ segir Ólafur. Hann segir að í flestum nágrannalöndum Íslands sé ekki mikið um það að fólk fari á einkabíl út á flugvöll. „Það notar almenningssamgöngur. Það sem er líka umhugsunarefni þegar maður sér það að þegar fólk er að fara kannski í helgarferð til borgar í Evrópu að dýrasti leggurinn sé að koma sér til og frá Keflavíkurflugvelli,“ segir Ólafur enda geti flug í dag einungis kostað nokkuð þúsund krónur. Hann segir að ferðir til og frá flugvelli séu þó oft einnig kostnaðarsamar í öðrum löndum og að það útskýrist af lítilli samkeppni. „Þetta er kannski ekki há fjárhæð miðað við hvað hlutirnir kosta á Íslandi en hvað er mörg sæti í rútunni, þetta eru 50 til 70 sæti, og svo geta menn bara margfaldað þetta. Þetta eru drjúgar tekjur sem rútan er að taka inn á dag,“ segir Ólafur.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11 Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. 13. apríl 2017 12:11
Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. 13. apríl 2017 19:30