Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 12:11 Það er smekkfullt við Keflavíkuflugvöll. Vísir/Pjetur Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19