Skotsilfur Markaðarins: Rak og réð Sigrúnu Rögnu Ritstjórn Markaðarins skrifar 13. apríl 2017 15:00 Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku. Skotsilfur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarformaður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið.Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri CreditinfoFækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur verið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmundsson sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfsmanna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Markmið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir.Marinó Guðmundsson.Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðargöngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í framkvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku.
Skotsilfur Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira