Guðni forseti: Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 11:00 Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, með Loga Gunnarssyni og Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Mynd/FIBA Margir Íslendingar hafa keypt sér miða á úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta en riðill Íslands á Eurobasket 2017 fer fram í Finnlandi. Evrópubikarinn kom í heimsókn til Íslands um síðustu helgi og heimasíða FIBA hefur tekið saman frétt um heimsóknina þar sem er viðtal við forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannesson, sem tók meðal annars á móti bikarnum á Bessastöðum. Forsetinn lofaði svo gott sem í viðtali við FIBA-síðuna að láta sjá sig á Eurobasket mótinu í september en hann var á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Frakklandi í janúar. „Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi og ég veit að það eru þúsundir Íslendinga á leiðinni þangað til að sjá íslenska liðið spila,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni á heimasíðu FIBA. „Okkar reynsla af Berlín [Eurobasket 2015] var mjög góð. Landsliðið okkar gerði okkur stolt. Úrslitin drógu ekki úr brennandi áhuga okkar á liðinu. Við erum vanalega minnsta þjóðin í svona úrslitum stórmóts hvort sem það er körfubolti eða aðrar íþróttir,“ sagði Guðni og bætti við: „Þetta er því alltaf erfitt verkefni fyrir okkar lið en við erum stolt af því að sjá alla okkar leikmenn gera sitt besta,“ sagði Guðni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hrósaði forsetanum fyrir íþróttaáhugann. „Það er mjög gott fyrir okkur að vera með forseta eins og herra Jóhannesson sem er sannur íþróttaáhugamaður,“ sagði Hannes við fréttaritara FIBA. Með í för var einnig landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem er reyndasti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins í dag. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu fyrir sautján árum þá var það aldrei möguleiki fyrir okkur að spila á Eurobasket. Það var ekki einu sinni í umræðunni en núna eru við að fara á annað Evrópumótið í röð,“ sagði Logi. Ísland var annar viðkomustaður bikarsins en frá Íslandi fór hann til Svartfjallalands. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Margir Íslendingar hafa keypt sér miða á úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta en riðill Íslands á Eurobasket 2017 fer fram í Finnlandi. Evrópubikarinn kom í heimsókn til Íslands um síðustu helgi og heimasíða FIBA hefur tekið saman frétt um heimsóknina þar sem er viðtal við forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannesson, sem tók meðal annars á móti bikarnum á Bessastöðum. Forsetinn lofaði svo gott sem í viðtali við FIBA-síðuna að láta sjá sig á Eurobasket mótinu í september en hann var á leikjum íslenska handboltalandsliðsins á HM í Frakklandi í janúar. „Ég mun gera mitt allra besta til að komast á Eurobasket í Finnlandi og ég veit að það eru þúsundir Íslendinga á leiðinni þangað til að sjá íslenska liðið spila,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni á heimasíðu FIBA. „Okkar reynsla af Berlín [Eurobasket 2015] var mjög góð. Landsliðið okkar gerði okkur stolt. Úrslitin drógu ekki úr brennandi áhuga okkar á liðinu. Við erum vanalega minnsta þjóðin í svona úrslitum stórmóts hvort sem það er körfubolti eða aðrar íþróttir,“ sagði Guðni og bætti við: „Þetta er því alltaf erfitt verkefni fyrir okkar lið en við erum stolt af því að sjá alla okkar leikmenn gera sitt besta,“ sagði Guðni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hrósaði forsetanum fyrir íþróttaáhugann. „Það er mjög gott fyrir okkur að vera með forseta eins og herra Jóhannesson sem er sannur íþróttaáhugamaður,“ sagði Hannes við fréttaritara FIBA. Með í för var einnig landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem er reyndasti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins í dag. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu fyrir sautján árum þá var það aldrei möguleiki fyrir okkur að spila á Eurobasket. Það var ekki einu sinni í umræðunni en núna eru við að fara á annað Evrópumótið í röð,“ sagði Logi. Ísland var annar viðkomustaður bikarsins en frá Íslandi fór hann til Svartfjallalands.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira