Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink „Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00