Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink „Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00