Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 13:12 Sólning er dekkjaverkstæði. Vísir/GVA Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“ Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“
Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00