Innlent

Gætu þurft að bíða í hálft þriðja ár eftir leikskólaplássi

Sveinn Arnarsson skrifar
Eydís Stefanía lenti í svipuðu ástandi árið 2013. Hún segir sparifé uppurið í launalausu leyfi því ekkert brúi bil milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Eydís Stefanía lenti í svipuðu ástandi árið 2013. Hún segir sparifé uppurið í launalausu leyfi því ekkert brúi bil milli fæðingarorlofs og leikskóla. vísir/auðunn
Margir foreldrar barna á Akureyri eru áhyggjufullir þar sem börn fædd í upphafi árs 2016 fá ekki leikskólapláss næsta haust. Þá er skortur á dagmæðrum í bænum og erfitt að fá pláss.

„Ég átti að hefja störf þann 1. mars síðastliðinn en barnið mitt sem er fætt í febrúar í fyrra hefur ekki pláss hjá dagmóður og því kemst ég ekki til vinnu,“ segir Eydís Stefanía Kristjánsdóttir, móðir á Akureyri. „Ég hefði því eiginlega þurft að segja upp starfi þá en vinnuveitandi minn var svo elskulegur að veita mér launalaust leyfi þar til í haust.“

Svo gæti farið að börn fái ekki inni á leikskóla á Akureyri fyrr en þau ná tveggja og hálfs árs aldri.

„Það er um 40 börnum fleira en við gerðum ráð fyrir í þessum árgangi,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri bæjarins og bætir við að yfirvöld hafi ekki séð fyrir þá miklu fjölgun barna sem orðið hefur.

Eydís Stefanía segir það alveg ljóst að þetta hafi gífurleg áhrif. „Spariféð er uppurið sem við hjónin höfðum safnað saman og því er ástandið orðið alvarlegt,“ segir Eydís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×