Einar Andri: Vildum ekki hjálpa þeim að undirbúa sjö á móti sex Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni skrifar 10. apríl 2017 21:50 Einar Andri og félagar eru komnir í 1-0. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður með það sem hann sá til sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Selfossi í kvöld. „Við vorum í miklum ham í seinni hálfleik og sóknin, sjö á móti sex, var frábær. Vörnin var líka virkilega góð og við lögðum mikla vinnu á okkur þar. Ég held að Davíð [Svansson] hafi ekki varið skot fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en samt fengum við á okkur fá mörk. Það sýnir hvað þetta var þétt,“ sagði Einar Andri eftir sigurinn í kvöld. Afturelding skoraði aðeins átta mörk í fyrri hálfleik en í þeim seinni, þegar liðið spilaði með sjö sóknarmenn, skoraði það 23 mörk. En af hverju beið Einar Andri með það fram í seinni hálfleik að spila með sjö sóknarmenn? „Það tók okkur 11 mínútur að skora fyrsta markið en svo skoruðum við átta mörk síðustu 20. Það var því að komast taktur í sóknina. Við vildum líka bíða með það til að hjálpa þeim ekki að undirbúa þetta. En við vorum byrjaðir að ræða þetta tiltölulega snemma leiks,“ sagði Einar Andri sem segir að hugurinn hjá hans mönnum hafi verið kominn við úrslitakeppnina fyrir nokkru síðan. „Kannski að einhverju leyti hjá strákunum. Við breyttum aðeins æfingaplaninu. Við vorum hundfúlir með marga af þessum leikjum sem við spiluðum eftir áramót,“ sagði Einar Andri. Varnarleikur Aftureldingar var ekki burðugur síðustu umferðirnar í Olís-deildinni en það var allt annað að sjá hann í kvöld. „Frá áramótum höfum við unnið daglega í varnarleiknum og maður var farinn að efast um að maður hefði eitthvað í það að gera. En þeir sýndu það í dag að þeir kunna þetta,“ sagði Einar Andri. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Selfoss 31-17 | Mosfellingar mættir til leiks Afturelding er komin í 1-0 í einvíginu við Selfoss í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla eftir stórsigur, 31-17, í fyrsta leik liðanna í kvöld. 10. apríl 2017 21:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður með það sem hann sá til sinna manna í seinni hálfleiknum gegn Selfossi í kvöld. „Við vorum í miklum ham í seinni hálfleik og sóknin, sjö á móti sex, var frábær. Vörnin var líka virkilega góð og við lögðum mikla vinnu á okkur þar. Ég held að Davíð [Svansson] hafi ekki varið skot fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik en samt fengum við á okkur fá mörk. Það sýnir hvað þetta var þétt,“ sagði Einar Andri eftir sigurinn í kvöld. Afturelding skoraði aðeins átta mörk í fyrri hálfleik en í þeim seinni, þegar liðið spilaði með sjö sóknarmenn, skoraði það 23 mörk. En af hverju beið Einar Andri með það fram í seinni hálfleik að spila með sjö sóknarmenn? „Það tók okkur 11 mínútur að skora fyrsta markið en svo skoruðum við átta mörk síðustu 20. Það var því að komast taktur í sóknina. Við vildum líka bíða með það til að hjálpa þeim ekki að undirbúa þetta. En við vorum byrjaðir að ræða þetta tiltölulega snemma leiks,“ sagði Einar Andri sem segir að hugurinn hjá hans mönnum hafi verið kominn við úrslitakeppnina fyrir nokkru síðan. „Kannski að einhverju leyti hjá strákunum. Við breyttum aðeins æfingaplaninu. Við vorum hundfúlir með marga af þessum leikjum sem við spiluðum eftir áramót,“ sagði Einar Andri. Varnarleikur Aftureldingar var ekki burðugur síðustu umferðirnar í Olís-deildinni en það var allt annað að sjá hann í kvöld. „Frá áramótum höfum við unnið daglega í varnarleiknum og maður var farinn að efast um að maður hefði eitthvað í það að gera. En þeir sýndu það í dag að þeir kunna þetta,“ sagði Einar Andri.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Selfoss 31-17 | Mosfellingar mættir til leiks Afturelding er komin í 1-0 í einvíginu við Selfoss í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla eftir stórsigur, 31-17, í fyrsta leik liðanna í kvöld. 10. apríl 2017 21:45 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - Selfoss 31-17 | Mosfellingar mættir til leiks Afturelding er komin í 1-0 í einvíginu við Selfoss í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla eftir stórsigur, 31-17, í fyrsta leik liðanna í kvöld. 10. apríl 2017 21:45