Hefur bara gerst einu sinni áður og þá komu Haukarnir til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2017 14:00 Andri Þór Helgason skoraði fimm mörk í sigri Fram á Ásvöllum í gær. Vísir/Anton Haukar hófu í gær titilvörn sína í úrslitakeppni Olís-deild karla í handbolta með tapi á heimavelli á móti Fram.Þessi úrslit þýða að Haukarnir munu mæta í Safamýri á þriðjudagskvöldið til þess að berjast fyrir lífi sínu. Frá því að úrslitakeppnin var tekin upp í núverandi mynd árið 1992 hafa aðeins tveir aðrir ríkjandi Íslandsmeistarar byrjað úrslitakeppni á tapi þar af byrjaði annar þessara meistara á því að spila á útivelli. Eyjamenn töpuðu fyrsta leik í úrslitakeppninni 2015 en sá leikur var á útivelli á móti Aftureldingu. Mosfellingar slógu meistarana síðan út 2-0. Íslandsmeistarar hafa því aðeins tvisvar sinnum tapað fyrsta leik í úrslitakeppni á heimavelli. Í gær og svo í úrslitakeppninni fyrir átta árum. Svo vill til að sá leikur var á milli sömu liða og á sama stað. Framarar vona þó að niðurstaða einvígisins verði ekki sú sama. Haukar voru þá Íslandsmeistarar og fengu Framara í heimsókn á Ásvelli. Framarar unnu 32-28 sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Þetta var reyndar undanúrslitaeinvígi því engin átta liða úrslit voru í úrslitakeppninni 2009. Í gær unnu Framarar eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 33-32, eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum í einvígi þeirra í átta liða úrslitum. Það þarf bara að vinna tvo leiki í þessari seríu og svo var einnig í undanúrslitunum fyrir átta árum. Haukarnir geta huggað sig við það að fyrir átta árum þá fóru þeir í Safamýrina tryggðu sér oddaleik með 26-23 sigri og unnu síðan oddaleikinn sannfærandi með níu marka mun, 30-21. Haukarnir gerðu betur en það því fóru síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir 3-1 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvíginu.Fyrsti leikur ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitakeppni:Valur 1992: Komst ekki í úrslitakeppni FH 1993: 29-26 sigur á Víkingi á heimavelli Valur 1994: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelli Valur 1995: 20-14 sigur á Haukum á heimavelli Valur 1996: 25-22 sigur á Gróttu á heimavelliValur 1997: Komst ekki í úrslitakeppni KA 1998: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelliValur 1999: Komst ekki í úrslitakeppni Afturelding 2000: 19-12 sigur á HK á heimavelli Haukar 2001: 32-31 sigur á FH í framlengdum leik á heimavelli Haukar 2002: 26-17 sigur á FH á heimavelli KA 2003: 29-23 sigur á HK á heimavelli Haukar 2004: 41-39 sigur á ÍBV á heimavelli Haukar 2005: 29-22 sigur á FH á heimavelli- Engin úrslitakeppni 2006-2008 -Haukar 2009: 28-32 tap fyrir Fram á heimavelli Haukar 2010: 22-20 sigur á HK á heimavelliHaukar 2011: Komst ekki í úrslitakeppni FH 2012: 26-25 sigur á Akureyri á heimavelliHK 2013: Komst ekki í úrslitakeppniFram 2014: Komst ekki í úrslitakeppniÍBV 2015: 25-27 tap fyrir Aftureldingu á útivelli Haukar 2016: 33-24 sigur á Akureyri á heimavelliHaukar 2017: 32-33 tap fyrir Fram í framlengdum leik á heimavelli Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30 Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Haukar hófu í gær titilvörn sína í úrslitakeppni Olís-deild karla í handbolta með tapi á heimavelli á móti Fram.Þessi úrslit þýða að Haukarnir munu mæta í Safamýri á þriðjudagskvöldið til þess að berjast fyrir lífi sínu. Frá því að úrslitakeppnin var tekin upp í núverandi mynd árið 1992 hafa aðeins tveir aðrir ríkjandi Íslandsmeistarar byrjað úrslitakeppni á tapi þar af byrjaði annar þessara meistara á því að spila á útivelli. Eyjamenn töpuðu fyrsta leik í úrslitakeppninni 2015 en sá leikur var á útivelli á móti Aftureldingu. Mosfellingar slógu meistarana síðan út 2-0. Íslandsmeistarar hafa því aðeins tvisvar sinnum tapað fyrsta leik í úrslitakeppni á heimavelli. Í gær og svo í úrslitakeppninni fyrir átta árum. Svo vill til að sá leikur var á milli sömu liða og á sama stað. Framarar vona þó að niðurstaða einvígisins verði ekki sú sama. Haukar voru þá Íslandsmeistarar og fengu Framara í heimsókn á Ásvelli. Framarar unnu 32-28 sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Þetta var reyndar undanúrslitaeinvígi því engin átta liða úrslit voru í úrslitakeppninni 2009. Í gær unnu Framarar eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 33-32, eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum í einvígi þeirra í átta liða úrslitum. Það þarf bara að vinna tvo leiki í þessari seríu og svo var einnig í undanúrslitunum fyrir átta árum. Haukarnir geta huggað sig við það að fyrir átta árum þá fóru þeir í Safamýrina tryggðu sér oddaleik með 26-23 sigri og unnu síðan oddaleikinn sannfærandi með níu marka mun, 30-21. Haukarnir gerðu betur en það því fóru síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð eftir 3-1 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvíginu.Fyrsti leikur ríkjandi Íslandsmeistara í úrslitakeppni:Valur 1992: Komst ekki í úrslitakeppni FH 1993: 29-26 sigur á Víkingi á heimavelli Valur 1994: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelli Valur 1995: 20-14 sigur á Haukum á heimavelli Valur 1996: 25-22 sigur á Gróttu á heimavelliValur 1997: Komst ekki í úrslitakeppni KA 1998: 21-20 sigur á Stjörnunni á heimavelliValur 1999: Komst ekki í úrslitakeppni Afturelding 2000: 19-12 sigur á HK á heimavelli Haukar 2001: 32-31 sigur á FH í framlengdum leik á heimavelli Haukar 2002: 26-17 sigur á FH á heimavelli KA 2003: 29-23 sigur á HK á heimavelli Haukar 2004: 41-39 sigur á ÍBV á heimavelli Haukar 2005: 29-22 sigur á FH á heimavelli- Engin úrslitakeppni 2006-2008 -Haukar 2009: 28-32 tap fyrir Fram á heimavelli Haukar 2010: 22-20 sigur á HK á heimavelliHaukar 2011: Komst ekki í úrslitakeppni FH 2012: 26-25 sigur á Akureyri á heimavelliHK 2013: Komst ekki í úrslitakeppniFram 2014: Komst ekki í úrslitakeppniÍBV 2015: 25-27 tap fyrir Aftureldingu á útivelli Haukar 2016: 33-24 sigur á Akureyri á heimavelliHaukar 2017: 32-33 tap fyrir Fram í framlengdum leik á heimavelli
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30 Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 27-26 | FH-ingar sluppu með skrekkinn Deildarmeistarar FH unnu nauman 27-26 sigur á Gróttu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 22:30
Sjáðu fólskulegt brot Arnars Birkis | Fékk bláa spjaldið og gæti farið í bann Fram er komið 1-0 í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla þegar liðið vann fyrsta leikinn á Ásvöllum 33-32 eftir framlengdan leik. 9. apríl 2017 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-33 | Viktor Gísli hetja Fram gegn meisturunum Fram tók forystuna í einvíginu við Hauka í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla með eins marks sigri, 32-33, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í kvöld. 9. apríl 2017 19:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30