Kvartað yfir samskiptaleysi eftir 16 tíma töf á flugi WOW Air frá Berlín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 12:04 Farþegar voru ekki ánægðir með upplýsingaflæði frá flugfélaginu. vísir/vilhelm Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017 Fréttir af flugi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Miklar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í dag og í nótt, ef marka má tíst á Twitter síðu Fanneyjar Birnu Jónsdóttir, fjölmiðlakonu, þar sem kemur fram mikil seinkun hafi orðið á flugi hennar með WOW Air, til Keflavíkur, frá Berlín. Flug Fanneyjar átti að fara frá Berlín klukkan 11:25 í gærnótt, en hefur nú verið frestað til klukkan 15:30 í dag. Miðað við upplýsingar Keflavíkurflugvallar er reiknað með að flugvélin lendi klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Í tístum Fanneyjar kemur fram að flugi hennar hafi verið seinkað um þrjá tíma, áður en því hafi verið seinkað aftur, eftir að farþegar voru komnir um borð í vélina. Loks hafi fluginu verið frestað í ótilgreindan tíma, en kvartar Fanney yfir því að engar upplýsingar hafi borist farþegum, þar til að staðfest hafi verið að fluginu yrði seinkað um 16 tíma. Af tístum Fanneyjar má ráða að farþegar séu óánægðir með samskiptaleysið. Ljóst er að fleiri farþegar WOW Air eru í vandræðum, en á Twitter síðu þeirra má sjá að farþegar sem eru á leið frá Montreal til Amsterdam, kvarta sáran yfir því að flugi þeirra hafi verið aflýst. Í svörum til farþega á Twitter, bendir flugfélagið á atvikið sem varð á Keflavíkurflugvelli í gær, þar sem flugvél Primera Air rann út af flugbrautinni, svo að loka þurfti flugvellinum og fljúga aðkomandi flugvélum annað. Ljóst er að nokkrar tafir hafa orðið á farþegaflugi til Keflavíkur í morgun, vegna þessa. Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air, við vinnslu fréttarinnar.3 tímar í seinkun. Inní vél. Út aftur. 3 tíma seinkun í viðbót. Feeling: @SoliHolm— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @fanneybj 16 tíma seinkun staðfest. Ekkert hótel, enginn matur. 100% líkur á að einhver fari teipaður við sætið til baka.— Fanney Birna (@fanneybj) April 29, 2017 @Eliza_Nguyen Dear Eliza. This is due to unforeseen circumstances at KEF airport and we are doing everything in our power to minimize... 1/3— WOW air Support (@wowairsupport) April 29, 2017
Fréttir af flugi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira