Litir ekki númer Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 13:00 Ein af myndum Tryggva á sýningunni á Mokka. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira