Freyr: Höfum engu að tapa á móti Þýskalandi sem enginn vildi mæta Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 12:00 Freyr Alexandersson var líklega ekki kátur með dráttinn í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00