Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:30 Geir ætlar að vera við öllu búinn í Skopje. vísir/ernir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira