Nær allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi hafa sagt upp störfum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2017 12:24 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinna við endurskoðun kjarasamninga. Uppsagnafrestur þeirra er einungis tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margar ára starf. Um miðjan desember 2015 undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur þessara aðila til 31. mars 2019 en á samningstímanum átti sérstök nefnd að vinna úttekt á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefnd sem fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna að skýrslu þar sem úttekt yrði gerð á umfangi og eðli sjúkraflutninga á þeim svæðum sem samningurinn næði til en nefndin hefur aldrei skilað niðurstöðum. Þessari vinnu átti að vera lokið fyrir fyrsta desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Fimm af sjö hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á Blönduósi hafa þegar sagt starfi sínu lausu vegna vanefnda ríkisins og er Þórður Pálsson er einn þeirra.Hvers vegna grípið þið til þessara aðgerða núna? „Aðallega vegna mikillar óánægju með laun og vegna svikinna loforða. Því sem að búið var að semja um. Í fyrsta lagi erum við í raun ekki með kjarasamning. Það er bara samkomulag við fjármálaráðherra um hvernig okkar kjör eiga að vera,“ segir Þórður. Nokkuð ítarlega er farið yfir hvernig vinna nefndarinnar átti að fara fram í sérstakri bókun í samkomulaginu er markmiðið með þeim breytingum sem samningsaðilar vildu ná fram var meðal annars að sjúkraflutningamenn í hlutastarfi myndu njóta hliðstæðra kjara og réttinda og aðrir starfsmenn ríkisins. Í lok janúar síðastliðinn lýsti Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna yfir vonbrigðum sínum með þær tafir sem orðið hafa á vinnu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Við erum búnir að vera að reka á eftir ráðuneytinu meira og minna í heilt ár. Sent þeim bæði formleg bréf, munnlega, tölvupóstar og annað,“ segir Valdimar. „Það bara gengur því miður andskotann ekki neitt. Það versta er að ráðuneytin eru svolítið að velta þessu á milli sín. Fjármálaráðuneytið vill meina að heilbrigðisráðuneytið eigi að leysa þetta, en þeir hafa aldrei ansað því. Þetta er svona einhvern veginn að falla á milli þar, því miður.“ Valdimar segir að í dag sé starfsframlag hlutastarfandi sjúkraflutningamanna metið í tímakaupi og þar með eru bakvaktalaun þeirra skert um 50%, veikindarétt um 60% og uppsagnarfrest um 70% sem þýðir að uppsagnarfrestur beggja aðila er aðeins 28 dagar. „Ég væri ekkert hissa þó það færu að koma uppsagnir annarsstaðar. Eins og ég hef sagt áður erum við búnir að vera að vara menn við í 24 mánuði. Það er ekkert mjög vinsælt að vera sjúkraflutningamaður í hlutastarfi og þurfa að hlaupa fyrirvaralaust og úr sinni aðalvinnu og um miðjar nætur og um helgar, fyrir þessi, leyfi ég mér að segja, skítalaun sem eru í boði.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Nær allir sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna vanefnda fjármála- og efnahagsráðuneytisins við að ljúka vinna við endurskoðun kjarasamninga. Uppsagnafrestur þeirra er einungis tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margar ára starf. Um miðjan desember 2015 undirrituðu samninganefndir Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna samkomulag um breytingar á kjarasamningi sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Með samningnum framlengdist gildandi kjarasamningur þessara aðila til 31. mars 2019 en á samningstímanum átti sérstök nefnd að vinna úttekt á störfum hlutastarfandi sjúkraflutningamanna þar sem þróun sjúkraflutninga síðastliðin fimmtán ár hefur verið með þeim hætti að fyrirkomulag ráðninga og kjara geti ekki verið með óbreyttum hætti miðað við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nefnd sem fjármálaráðuneytið setti saman átti að vinna að skýrslu þar sem úttekt yrði gerð á umfangi og eðli sjúkraflutninga á þeim svæðum sem samningurinn næði til en nefndin hefur aldrei skilað niðurstöðum. Þessari vinnu átti að vera lokið fyrir fyrsta desember á síðasta ári og taka gildi um síðustu áramót. Fimm af sjö hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á Blönduósi hafa þegar sagt starfi sínu lausu vegna vanefnda ríkisins og er Þórður Pálsson er einn þeirra.Hvers vegna grípið þið til þessara aðgerða núna? „Aðallega vegna mikillar óánægju með laun og vegna svikinna loforða. Því sem að búið var að semja um. Í fyrsta lagi erum við í raun ekki með kjarasamning. Það er bara samkomulag við fjármálaráðherra um hvernig okkar kjör eiga að vera,“ segir Þórður. Nokkuð ítarlega er farið yfir hvernig vinna nefndarinnar átti að fara fram í sérstakri bókun í samkomulaginu er markmiðið með þeim breytingum sem samningsaðilar vildu ná fram var meðal annars að sjúkraflutningamenn í hlutastarfi myndu njóta hliðstæðra kjara og réttinda og aðrir starfsmenn ríkisins. Í lok janúar síðastliðinn lýsti Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna yfir vonbrigðum sínum með þær tafir sem orðið hafa á vinnu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Við erum búnir að vera að reka á eftir ráðuneytinu meira og minna í heilt ár. Sent þeim bæði formleg bréf, munnlega, tölvupóstar og annað,“ segir Valdimar. „Það bara gengur því miður andskotann ekki neitt. Það versta er að ráðuneytin eru svolítið að velta þessu á milli sín. Fjármálaráðuneytið vill meina að heilbrigðisráðuneytið eigi að leysa þetta, en þeir hafa aldrei ansað því. Þetta er svona einhvern veginn að falla á milli þar, því miður.“ Valdimar segir að í dag sé starfsframlag hlutastarfandi sjúkraflutningamanna metið í tímakaupi og þar með eru bakvaktalaun þeirra skert um 50%, veikindarétt um 60% og uppsagnarfrest um 70% sem þýðir að uppsagnarfrestur beggja aðila er aðeins 28 dagar. „Ég væri ekkert hissa þó það færu að koma uppsagnir annarsstaðar. Eins og ég hef sagt áður erum við búnir að vera að vara menn við í 24 mánuði. Það er ekkert mjög vinsælt að vera sjúkraflutningamaður í hlutastarfi og þurfa að hlaupa fyrirvaralaust og úr sinni aðalvinnu og um miðjar nætur og um helgar, fyrir þessi, leyfi ég mér að segja, skítalaun sem eru í boði.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira