Alessandro Michele valinn einn af 100 áhrifamesta fólki heims Ritstjórn skrifar 21. apríl 2017 14:30 Alessandro fær hverja viðurkenninguna af fætur annari. Myndir/Getty Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, hefur verið valinn einn af 100 áhrifamesta fólki heims samkvæmt tímaritinu Time. Michele er einn af 18 listamönnum sem valdir voru á listann. Það var Jared Leto, vinur Michele, sem skrifaði samantekt um hönnuðinn fyrir tímaritið. Þar talar hann um að það sé ótrúlegt að fá að fylgjast með sköpunargleði Alessandri og allt sem hann hannar og skapar er úthugsað. Leto líkir Alessandro við Coco Chanel og Karl Lagerfeld, sem eru þekkt sem áhrifamestu fatahönnuðir heims. Raf Simons nældi sér einnig í sæti á listanum en það var rapparinn A$AP Rocky sem skrifaði um hann. Hann segir Raf hafa náð að búa til ákveðin trúarbrögð í kringum tísku með sinni einstöku sýn og hönnun. Listann yfir 100 áhrifamesta fólk heims má sjá hér. Alessandro og Jared Leto eru góðir vinir.Mynd/Getty Mest lesið Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Johnny Depp fyrir Dior Glamour Gallaðu þig upp Glamour Golden Globe fer fram í kvöld Glamour Götutíska Bellu Hadid hittir alltaf í mark Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Þetta eru einar best klæddu konur vikunnar Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour Landsliðið les Glamour Glamour
Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, hefur verið valinn einn af 100 áhrifamesta fólki heims samkvæmt tímaritinu Time. Michele er einn af 18 listamönnum sem valdir voru á listann. Það var Jared Leto, vinur Michele, sem skrifaði samantekt um hönnuðinn fyrir tímaritið. Þar talar hann um að það sé ótrúlegt að fá að fylgjast með sköpunargleði Alessandri og allt sem hann hannar og skapar er úthugsað. Leto líkir Alessandro við Coco Chanel og Karl Lagerfeld, sem eru þekkt sem áhrifamestu fatahönnuðir heims. Raf Simons nældi sér einnig í sæti á listanum en það var rapparinn A$AP Rocky sem skrifaði um hann. Hann segir Raf hafa náð að búa til ákveðin trúarbrögð í kringum tísku með sinni einstöku sýn og hönnun. Listann yfir 100 áhrifamesta fólk heims má sjá hér. Alessandro og Jared Leto eru góðir vinir.Mynd/Getty
Mest lesið Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour Johnny Depp fyrir Dior Glamour Gallaðu þig upp Glamour Golden Globe fer fram í kvöld Glamour Götutíska Bellu Hadid hittir alltaf í mark Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Þetta eru einar best klæddu konur vikunnar Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour Landsliðið les Glamour Glamour