Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Fjöldi lögreglumanna var við Sigurbogann. Nordicphotos/AFP Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásarmaður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglumenn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjánsson nemi sem var á svæðinu í gær.Hlér Kristjánsson, nemi.Mynd/HlérHann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfsmenn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmennina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetrinu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill ruglingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönnunum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggismönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður.„Þegar ég kom út spurði ég lögreglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissaksóknara sagði jafnframt að hryðjuverkadeild lögreglu rannsakaði málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira