Skoða alvarlega að flýja slæmt ástand í leikskólamálum Sveinn Arnarsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Foreldrar á Akureyri eru hræddir um mikið tekjutap næsta haust þar sem börn komast ekki inn á leikskóla. Fréttablaðið/Pjetur Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira