HK einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2017 18:57 HK-ingar fagna eftir lokastigið. mynd/Þorsteinn G. Guðnason HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig. Aðrar íþróttir Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
HK er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Fagralundi í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og komust yfir í stöðunni 3-4 í fyrstu hrinu. Þó leikmenn HK hafi reynt að svara fyrir sig dugði það ekki til og fór svo að Stjarnan vann fyrstu hrinu með átta stiga mun, 17-25. Heimamenn tóku hins vegar við sér í annarri hrinu sem var æsispennandi. Liðin fylgdust að þar til staðan var jöfn í 14-14 en þá gáfu heimamenn heldur betur í og fengu 11 stig á meðan Stjarnan fékk aðeins eitt. Hrinunni lauk því með sigri heimamanna, 25-15. Heimamenn byrjuðu þriðju hrinu betur og náðu fljótt sjö stiga forskoti, 11-4. Það bil virtist of stórt fyrir Stjörnumenn til að vinna upp og unnu heimamenn þriðju hrinu, 25-21, og þar með komnir með forskot í leiknum, 2-1. Í fjórðu hrinu snerist leikurinn við á ný og byrjuðu Stjörnumenn betur. Þegar staðan var 0-4 gestunum í vil tók þjálfari HK leikhlé sem skilaði sínu en næstu fimm stig féllu með liði HK og heimamenn þá komnir í forystu, 5-4. Frá því varð leikurinn jafn á ný og fylgdust liðin að þar til staðan var 16-16. Líkt og í annarri hrinu gáfu heimamenn þá í og náðu fjögurra stiga forskoti, 21-17, en gestirnir neituðu að gefast upp og sóttu næstu þrjú stig, staðan orðin 21-20. Dæmið snerist þá við á ný og fékk lið HK næstu þrjú stig, staðan orðin 24-20 og HK vantaði einungis eitt stig til viðbótar til að vinna hrinuna og leikinn. Næstu þrjú stig féllu hins vegar með Stjörnumönnum eftir góðar sóknir og stig beint úr uppgjöf frá Benedikt Valtýssyni og staðan orðin 24-23. Eftir æsispennandi skorpu var það Kjartan Fannar Grétarsson, miðjumaður hjá HK, sem að lokum sló boltann í gólf Stjörnumanna og leikmenn HK því sigurvegarar hrinunnar sem og leiksins. Næsti leikur liðanna fer fram í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn og með sigri þar tryggir HK sér Íslandsmeistaratilinn. Stigahæstur í leiknum var Theódór Óskar Þorvaldsson, HK, með 24 stig. Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Michael Pelletier með 13 stig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira