Margir þeirra mættu ekki af andstöðu við forsetann sem er þeim ekki að skapi.
Aðalstjarna Patriots, Tom Brady, mætti ekki og kom það mikið á óvart enda eru hann og Trump vinir til margra ára. Brady hefur þó forðast það eins og heitan eldinn að tala um Trump síðustu mánuði.
Í yfirlýsingu frá Brady sagði hann að fjölskylduástæður hefðu verið ástæðan fyrir fjarveru hans.
Trump var greinilega mjög meðvitaður um hvaða stjörnur liðsins vantaði því hann passaði sig á því að minnast ekki á þá leikmenn í ræðu sinni. Hann minntist ekki einu sinni á Brady. Var greinilega fúll yfir því að Brady hefði ekki látið sjá sig.
Forsetinn gerði þó ein mistök er hann kallaði á útherjann Danny Amendola og ætlaði að hrósa honum. Kom þá í ljós að Amendola var einn þeirra sem lét ekki sjá sig.
Þjálfari og eigandi Patriots eru þó miklir vinir Trump og sáu til þess að forsetanum leið vel. Hann þakkaði þeim að sama skapi fyrir allan stuðninginn.
