Óli Jóh hjólar í Pepsi-mörkin: „Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 22:00 Ólafur var miskátur í leikslok. vísir/eyþór Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn eftir góðan sigur Vals á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Hann var þó mjög gagnrýninn á umfjöllun Pepsi-markanna um Valsliðið í sérstökum upphitunarþætti fyrir mótið. Valsmenn léku á löngu köflum fantafínan fótbolta og hefðu með smá heppni getað útbúið markasúpu á Hlíðarenda. Leikmenn liðsins óðu hreinlega í færum en inn vildi boltinn ekki fyrr en Dion Acoff braut ísinn á 65. mínútu. „Við fengum nú ansi mörg færi í þessum leik en svo loksins datt það inn fyrir okkur. Ég er ánægður með það að vinna leikinn og halda markinu hreinu,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir leik. Víkingar bættu reyndar í eftir að hafa fengið markið á sig og fengu ágætis færi til þess að jafna en Valsmenn gerðu út um leikinn á 79. mínútu þegar varamaðurinn Nikolaj Hasen skoraði seinna mark leiksins. Ólafur var mjög feginn því að seinna markið skyldi loksins detta. „Það var mikill léttir. Ósjálfrátt fórum við til baka en í upphafi móts erum við hræddir um að missa forskotið þannig að það var ánægjulegt að fá annað markið.“ Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum eins og undanfarin ár.vísir/ernirTelur umfjöllun Pepsi-markanna ófaglega Hljóðið breyttist þó í Ólafi þegar hann var spurður út í hvort að búast mætti við því að Valur fengi nýja leikmenn til liðs við sig áður en leikmannaglugginn lokar. Sagði Ólafur að engir nýjir leikmenn væru á leiðinni og gagnrýndi hann umfjöllun sérstaks upphitunarþáttar Pepsi-markanna um Valsliðið áður en mótið hófst. Þar ræddu Hörður Magnússon, stjórnandi þáttarins, ásamt Óskari Erni Þorvaldssyni og Hjörvari Hafliðasyni Valsliðið en meðal þess sem þar bar á góma var að leikmaður á borð við danska framherjann Patrick Pedersen, sem spilaði við góðan orðstýr hjá Val árið 2015, myndi gera mikið fyrir Valsliðið. Ólafur horfði á þáttinn og var ekki sáttur. „Ég hafði ekkert að gera, var að drepa dauðan tíma og þá horfði ég á þetta. Þeir töluðu um Valsliðið að ef þessi kæmi og þessi kæmi þá yrðu þeir frábærir. Hvurslags umfjöllun er þetta? Talið bara um þá sem eru fyrir,“ sagði Ólafur og svaraði því játandi hvort að honum fyndist þeir leikmenn sem fyrir væru nógu góðir til að ná markmiðum tímabilsins. „Mér fannst þessi umfjöllun ófagleg. Það er eins og menn séu í Football Manager upp í slotinu þarna,“ sagði Ólafur að lokum en Football Manager er tölvuleikur þar sem spilarar setja sig í hlutverk knattspyrnustjóra.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur Ó. 2-0 | Valur byrjar með látum Valur vann góðan heimsigur á Víking Ó. í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. 30. apríl 2017 22:00