Íslenski hópurinn kominn út en töskurnar ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2017 18:36 Svala Björgvinsdóttir mun flytja lagið Paper á stóra sviðinu í Kænugarði í Úkraínu. vísir/andri marínó „Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Fall er fararheill,“ segir Felix Bergsson, sem lenti í Kænugarði í Úkraínu ásamt öllum íslenska Eurovision-hópnum nú síðdegis. Ferðatöskur hópsins skiluðu sér þó ekki á áfangastað en þær urðu eftir í Brussel, þar sem hópurinn millilenti. Fyrsta æfing Svölu Björgvinsdóttur á stóra sviðinu verður haldin í fyrramálið.Með allt sem þarf „Það var örlítil töf á fluginu okkar frá Brussel sem þýddi að við vorum orðin dálítið sein. Tíminn sem við höfðum þarna á milli var svo stuttur og töskurnar bara komu ekki,“ segir Felix í samtali við Vísi. Felix segist þó litlar áhyggjur hafa enda hafi hópurinn gert ráð fyrir uppákomum á borð við þessa. Því hafi allar helstu nauðsynjar fyrir fyrstu æfinguna verið í handfarangri. „Við tryggðum að þau föt sem Svala þarf á morgun væru öll í handfarangri þannig að við erum með allt sem við þurfum fyrir æfinguna; Við erum með Svölu og við erum með bakraddirnar. Annars er þetta fyrst og fremst tækniæfing þar sem við fáum að sjá það sem búið er að vinna fyrir okkur hérna úti.“ Hann segir hópinn að öðru leyti afar spenntan fyrir komandi dögum. „Það er mikil spenna, stemning og gleði og það sjá allir fram á skemmtilega tíma hér.“ Íslenski hópurinn telur um tuttugu manns. Aðeins níu dagar eru í stóra daginn en þá mun Svala stíga á svið fyrir Íslands hönd með lagið Paper.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira