Ætla sér að berjast um titlana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2017 06:00 Bjarki Már mun spila með Stjörnunni næstu tvö árin. vísir/ernir „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
„Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaðamannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistaratitil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslandsmeistari með HK 2012.Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. Fbl_Megin: „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015.
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira