Tufa: Fengum færi til að vinna leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2017 20:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/stefán „Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
„Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15