Tufa: Fengum færi til að vinna leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2017 20:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/stefán „Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
„Ég er ánægður með spilamennskuna og ánægður að skora mark á síðustu stundu og fá stig gegn líklega besta liðinu á landinu. En heilt yfir þá hefði ég viljað þrjú stig, við gáfum þeim hörkuleik og fengum færi til að vinna leikinn,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari KA eftir að hans menn náðu stigi gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki á lokasekúndum leiksins. „Við fengum á okkur tvö mörk eftir aðstæður, sem við ræddum um í gær og dagana á undan, að gætu komið upp. En það væri lygi að segja að maður væri ekki ánægður með stig hér í Kaplakrika.“ KA byrjaði leikinn töluvert betur en heimamenn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu eftir glæsilegt mark Hallgríms Mar Steingrímssonar beint úr aukaspyrnu. „Við komum vel stemmdir inn í leikinn og spiluðum vel fyrstu þrjátíu mínúturnar. Við komumst yfir og vorum með stjórn á leiknum. En gegn FH á þeirra heimavelli er erfitt að stjórna leiknum í 90 mínútur og við duttum aðeins niður og fengum mark sem maður fær sting í magann yfir," en Steven Lennon jafnaði með glæsilegu marki og staðan í hálfleik var 1-1. „Í seinni hálfleik var þetta kaflaskipt. Fyrstu 20 mínúturnar voru þeir sterkari en síðan tókum við yfir og þeir voru að verjast. Það var bara tímaspursmál hvenær markið myndi detta inn.“ Markið kom á síðustu andartökum leiksins og var þar að verki Ásgeir Sigugeirsson sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hallgríms, annað mark Ásgeirs í Pepsi-deildinni í sumar. „Þetta var síðasta vonin. Við fengum horn og maður var að vonast eftir að boltinn gæti farið inn. Það er erfitt að útskýra hvernig manni líður en maður veit hvernig er að fá á sig svona mark, manni líður illa. Ég held að við höfum átt skilið stig í dag að minnsta kosti,“ bætti Tufa við og hrósaði síðan stuðningsmönnum KA í hástert. „Ég er ánægður með karakterinn í liðinu og með stuðningsmennina sem sungu allan tímann og gefa okkur þennan aukakraft til að skora markið í lokin,“ sagði Srdjan Tufegdzig að lokum en stuðningsmenn KA voru frábærir á pöllunum í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Sjá meira
Leik lokið: FH - KA 2-2 | KA jafnaði á lokasekúndunum KA náði ótrúlegu jafntefli gegn FH í Pepsi-deildinni í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Akureyringum sætt stig. 8. maí 2017 21:15