Geir: Annað hvort viljum við þetta eða ekki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 06:00 Aron Pálmarsson sækir að marki Makedóna í gær. Hann fann sig ekki í leiknum frekar en margir aðrir leikmenn liðsins. fréttablaðið/epa Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira