Stjórn HSÍ krefst rannsókn á frammistöðu dómaranna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 10:46 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals. Vísir/Stefán Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands ÍSlands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu formlega kvörtun vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og Potaissa í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu á sunnudag. Valur tapaði leiknum með níu marka mun og rimmunni með einu marki samtals. Þjálfarar og leikmenn Vals sem og fjölmargir aðrir Íslendingar voru furðu lostnir yfir frammistöðu dómaranna í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði augljóst mál að dómararnir hefðu verið keyptir. „Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða,“ segir í yfirlýsingu stjórnar HSÍ. „HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi,“ segir enn fremur. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér en í gær barst HSÍ svar frá EHF þar sem tekið var fram að málið verði skoðað. „Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals. Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða. Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað. HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi. HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið. Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum. Stjórn HSÍ“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15 „Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Valsmenn ætla ekki að kæra en mótmæla kröftuglega Valsmenn ætla ekki að kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. 1. maí 2017 12:09
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna dómgæslunnar í seinni leik liðsins í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. 2. maí 2017 12:15
„Þjálfarinn viðurkenndi 20 þúsund evrur á dómarana“ Hlynur Morthens, markvörður Vals, veltir fyrir sér hvort hann vilji halda áfram að spila handbolta. 1. maí 2017 09:33