Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 17:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir Valsmenn hafa verið rænda. vísir/ernir „Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
„Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39