Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 11:45 Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30