Milos: Finnst þetta sanngjarn sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2017 21:50 Milos Milojevic er þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Milos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum í kvöld. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínúturnar fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Leik lokið: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30