Macron ýjar að Frexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche!, þykir sigurstranglegur. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45