Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 19:13 Ja Rule er í nokkuð slæmum málum um þessar mundir. Vísir/Getty Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. The Guardian greinir frá. Gregaros krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns Daniel Jung. Talið er að allt að 150 manns í viðbót muni fá aðild að lögsókninni. Í lögsókninni segir að „skortur á viðunandi fæði, vatni, skýlum og læknisaðstoð skapaði hættulegt ástand og uppþot meðal viðstaddra, sem allt í einu voru strand á afskekktri eyju án nauðsynlegra vista, [ástandið] líktist frekar aðstæðum í Hungurleikunum eða Lord of the Flies en á hátíðum á borð við Coachella.“ Þá kom einnig fram í stefnunni að „hátíðargestir hafi lifað af á naumlegum matarskömmtum, litlu meira en brauði og ostsneið, og hafi reynt að flýja náttúruöflin í eina skýlinu sem boðið var upp á: litlu samansafni af neyðartjöldum, rennblautum og veðurbörðum.“ Hátíðin, sem margar af skærustu stjörnum samfélagsmiðla voru fengnar til að auglýsa, þar á meðal ofurfyrirsætan Bella Hadid, hófst með miklum látum í síðustu viku. Viðstaddir létu einstaklega illa af öllum aðbúnaði eins og frægt er orðið. Hvorki Ja Rule né Billy McFarland hafa tjáð sig um lögsóknina. Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. The Guardian greinir frá. Gregaros krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns Daniel Jung. Talið er að allt að 150 manns í viðbót muni fá aðild að lögsókninni. Í lögsókninni segir að „skortur á viðunandi fæði, vatni, skýlum og læknisaðstoð skapaði hættulegt ástand og uppþot meðal viðstaddra, sem allt í einu voru strand á afskekktri eyju án nauðsynlegra vista, [ástandið] líktist frekar aðstæðum í Hungurleikunum eða Lord of the Flies en á hátíðum á borð við Coachella.“ Þá kom einnig fram í stefnunni að „hátíðargestir hafi lifað af á naumlegum matarskömmtum, litlu meira en brauði og ostsneið, og hafi reynt að flýja náttúruöflin í eina skýlinu sem boðið var upp á: litlu samansafni af neyðartjöldum, rennblautum og veðurbörðum.“ Hátíðin, sem margar af skærustu stjörnum samfélagsmiðla voru fengnar til að auglýsa, þar á meðal ofurfyrirsætan Bella Hadid, hófst með miklum látum í síðustu viku. Viðstaddir létu einstaklega illa af öllum aðbúnaði eins og frægt er orðið. Hvorki Ja Rule né Billy McFarland hafa tjáð sig um lögsóknina.
Bahamaeyjar Fyre-hátíðin Tengdar fréttir Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn. 29. apríl 2017 16:21
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50
Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival. 28. apríl 2017 12:30