Frjáls fákeppni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Undir lok 15. aldar var kveðinn upp hér á landi svonefndur Píningsdómur, sem reyndar var kenndur við hirðstjóra Dana hér á landi, Diðrik Píning, en ekki þá pínu fyrir land og þjóð sem dóminum fylgdi. Þéttbýlismyndun stöðvuð Dómurinn kom í kjölfar sáttargjörðar milli Englendinga og Dana um verslunarmál og fiskveiðar, en 15. öldin hefur verið kölluð „Enska öldin“ í sögubókum vegna mikilli umsvifa og áhrifa Englendinga á Íslandi. Þessar þjóðir höfðu barist um aðganginn að íslenskum auðlindum og verslun við landsmenn og blönduðust þýskir Hansakaupmenn inn í þau átök. Samkvæmt sáttinni máttu enskir kaupmenn halda áfram að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi, og greiddu Danakonungi skatt á sjö ára fresti. Íslenskir höfðingjar og stórbændur hér voru hins vegar óánægðir með þessa sátt og samþykktu á alþingi lög sem kennd voru við danska hirðstjórann. Samkvæmt þessum dómi var enskum kaupmönnum meinuð veturseta og þeir máttu ekki hafa Íslendinga í þjónustu sinni; að auki var að finna í dómnum ákvæði þess efnis að þeir landsmenn sem ekki hefðu efni á að reisa sér sitt bú skyldu vera í vist hjá bændum. Þar með slógu íslenskir stórbændur tvær flugur í einu höggi: þeir komu í veg fyrir þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna kringum kaupmenn, eins og þegar var tekið að örla á – og tryggðu sér vinnuafl sem varla var betur sett en þrælar. Það fólk sem náði þó að nurla sér nægilega miklu saman til að losna úr þessari ánauð átti í vændum heiðahokur á borð við það sem lýst er í Sjálfstæðu fólki. Píningsdómur átti eftir að hafa langvinnar og afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun íslensks samfélags og áhrifa hans gætir enn. Viðskiptaþegnar Þessara áhrifa gætir í hugarfari. Við erum einkennilega lítilþægir neytendur, miðað við það hversu síóánægð við erum með þingmennina okkar – sem við kjósum sjálf. Þegar kemur hins vegar að samræmdum hækkunum olíufélaga, tryggingafélaga, matvörukaupmanna og byggingavöruverslana þá taka Íslendingar því ævinlega með nokkurs konar forlagahyggju, eins og dýrtíð sé eitt grundvallarlögmál tilverunnar. Það örlar á gömlum undirdánugheitum og við beygjum okkur bljúg undir frámunalega gjaldtöku sem fer fram í skjóli samráðs og þeirra frjálsu fákeppni sem íslenskir kapítalistar hafa sérhæft sig í. Þessara áhrifa gætir í því viðhorfi stórfyrirtækjanna að við séum ekki viðskiptavinir heldur fremur viðskiptaþegnar – gott ef ekki viðskiptahjú. Hér hefur þróast einkennileg tegund af viðskiptalegu vistarbandi þar sem við, almennir borgarar, erum í vist hjá einhverju olíufélaginu, tryggingafélaginu eða matvörurisanum. Þessara áhrifa gætir í því að lífeyrissjóðirnir sem við launafólk greiðum í eru notaðir í valdabrölti einstaklinga; og þar sitja fulltrúar atvinnurekenda í stjórnum. Þeir voru notaðir blygðunarlaust til að taka þátt í fjárglæfraævintýrum áranna fyrir Hrun, en hafa eftir Hrun fjárfest í fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af háu matarverði og húsnæðisskorti. Þessara áhrifa gætir í þróun stjórnmála. Íslensk alþýða hefur ekki nýtt samtakamátt sinn til raunverulegra áhrifa í stjórnmálum hér á landi. Hér hafa að vísu starfað tugir lítt skipulagðra smáflokka sem jafnan eru stofnaðir til að sameina jafnaðarmenn, og hafa forystumenn verið fundvísir á ný og ný sundrungarefni í því augnamiði, ný og ný tilbrigði að sameinast um í sífellt smærri sérfylkingum. Þessara áhrifa gætir í því að félagshyggja er óþroskuð hér og hefur ekki náð að setja mark sitt á íslenskt samfélag eins og hún hefur gert á öðrum Norðurlöndum þar sem flokkar jafnaðarmanna fengu atkvæði stuðningsmanna sinna í kosningum. Kaupfélögin voru á sínum tíma þjóðþrifafyrirtæki en þau þróuðust yfir í að vera auðhringur sem hafði lamandi áhrif á atvinnulíf þeirra bæja sem hann stjórnaði og ekki öll kurl komin til grafar um það í hvaða vösum verðmæti SÍS enduðu. Nema nú er sem sagt amerískt KRON að fara að hefja hér starfsemi – Costco, kaupfélag Ameríku og nágrennis, gæti kallast KAN á íslensku. Höfðingjar og stórbændur nútímans eru í óða önn að búa sig undir samkeppnina með því að kaupa það fáa sem þeir eiga ekki nú þegar. Vonandi á hinu ameríska kaupfélagi eftir að vegna vel hér og afla margra félaga. Þrátt fyrir allt hefur okkur borið þangað að ólíklegt er að nýr Píningsdómur verði settur til að stöðva starfsemi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undir lok 15. aldar var kveðinn upp hér á landi svonefndur Píningsdómur, sem reyndar var kenndur við hirðstjóra Dana hér á landi, Diðrik Píning, en ekki þá pínu fyrir land og þjóð sem dóminum fylgdi. Þéttbýlismyndun stöðvuð Dómurinn kom í kjölfar sáttargjörðar milli Englendinga og Dana um verslunarmál og fiskveiðar, en 15. öldin hefur verið kölluð „Enska öldin“ í sögubókum vegna mikilli umsvifa og áhrifa Englendinga á Íslandi. Þessar þjóðir höfðu barist um aðganginn að íslenskum auðlindum og verslun við landsmenn og blönduðust þýskir Hansakaupmenn inn í þau átök. Samkvæmt sáttinni máttu enskir kaupmenn halda áfram að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi, og greiddu Danakonungi skatt á sjö ára fresti. Íslenskir höfðingjar og stórbændur hér voru hins vegar óánægðir með þessa sátt og samþykktu á alþingi lög sem kennd voru við danska hirðstjórann. Samkvæmt þessum dómi var enskum kaupmönnum meinuð veturseta og þeir máttu ekki hafa Íslendinga í þjónustu sinni; að auki var að finna í dómnum ákvæði þess efnis að þeir landsmenn sem ekki hefðu efni á að reisa sér sitt bú skyldu vera í vist hjá bændum. Þar með slógu íslenskir stórbændur tvær flugur í einu höggi: þeir komu í veg fyrir þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna kringum kaupmenn, eins og þegar var tekið að örla á – og tryggðu sér vinnuafl sem varla var betur sett en þrælar. Það fólk sem náði þó að nurla sér nægilega miklu saman til að losna úr þessari ánauð átti í vændum heiðahokur á borð við það sem lýst er í Sjálfstæðu fólki. Píningsdómur átti eftir að hafa langvinnar og afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun íslensks samfélags og áhrifa hans gætir enn. Viðskiptaþegnar Þessara áhrifa gætir í hugarfari. Við erum einkennilega lítilþægir neytendur, miðað við það hversu síóánægð við erum með þingmennina okkar – sem við kjósum sjálf. Þegar kemur hins vegar að samræmdum hækkunum olíufélaga, tryggingafélaga, matvörukaupmanna og byggingavöruverslana þá taka Íslendingar því ævinlega með nokkurs konar forlagahyggju, eins og dýrtíð sé eitt grundvallarlögmál tilverunnar. Það örlar á gömlum undirdánugheitum og við beygjum okkur bljúg undir frámunalega gjaldtöku sem fer fram í skjóli samráðs og þeirra frjálsu fákeppni sem íslenskir kapítalistar hafa sérhæft sig í. Þessara áhrifa gætir í því viðhorfi stórfyrirtækjanna að við séum ekki viðskiptavinir heldur fremur viðskiptaþegnar – gott ef ekki viðskiptahjú. Hér hefur þróast einkennileg tegund af viðskiptalegu vistarbandi þar sem við, almennir borgarar, erum í vist hjá einhverju olíufélaginu, tryggingafélaginu eða matvörurisanum. Þessara áhrifa gætir í því að lífeyrissjóðirnir sem við launafólk greiðum í eru notaðir í valdabrölti einstaklinga; og þar sitja fulltrúar atvinnurekenda í stjórnum. Þeir voru notaðir blygðunarlaust til að taka þátt í fjárglæfraævintýrum áranna fyrir Hrun, en hafa eftir Hrun fjárfest í fyrirtækjum sem hafa hagsmuni af háu matarverði og húsnæðisskorti. Þessara áhrifa gætir í þróun stjórnmála. Íslensk alþýða hefur ekki nýtt samtakamátt sinn til raunverulegra áhrifa í stjórnmálum hér á landi. Hér hafa að vísu starfað tugir lítt skipulagðra smáflokka sem jafnan eru stofnaðir til að sameina jafnaðarmenn, og hafa forystumenn verið fundvísir á ný og ný sundrungarefni í því augnamiði, ný og ný tilbrigði að sameinast um í sífellt smærri sérfylkingum. Þessara áhrifa gætir í því að félagshyggja er óþroskuð hér og hefur ekki náð að setja mark sitt á íslenskt samfélag eins og hún hefur gert á öðrum Norðurlöndum þar sem flokkar jafnaðarmanna fengu atkvæði stuðningsmanna sinna í kosningum. Kaupfélögin voru á sínum tíma þjóðþrifafyrirtæki en þau þróuðust yfir í að vera auðhringur sem hafði lamandi áhrif á atvinnulíf þeirra bæja sem hann stjórnaði og ekki öll kurl komin til grafar um það í hvaða vösum verðmæti SÍS enduðu. Nema nú er sem sagt amerískt KRON að fara að hefja hér starfsemi – Costco, kaupfélag Ameríku og nágrennis, gæti kallast KAN á íslensku. Höfðingjar og stórbændur nútímans eru í óða önn að búa sig undir samkeppnina með því að kaupa það fáa sem þeir eiga ekki nú þegar. Vonandi á hinu ameríska kaupfélagi eftir að vegna vel hér og afla margra félaga. Þrátt fyrir allt hefur okkur borið þangað að ólíklegt er að nýr Píningsdómur verði settur til að stöðva starfsemi þess.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar