Milos: Breiðablik er spennandi félag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2017 20:06 Milos var í tæpan áratug hjá Víkingi. vísir/ernir „Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Það er leiðinleg niðurstaða að fara frá félagi sem maður hefur verið hjá í níu og hálft ár. En svona er fótboltinn og þetta starf. Einhvern tímann þurfa leiðir að skilja þótt þetta hafi ekki verið besti tíminn,“ sagði Milos Milojevic í samtali við Vísi.Milos hætti óvænt sem þjálfari Víkings í dag. Í fréttatilkynningu sem Víkingur sendi frá sér segir að ástæða starfslokanna hafi verið skoðanaágreiningur sem reyndist óyfirstíganlegur. „Ég er mikill prinsippmaður og vil að allir vinni sína vinnu og í sínum vinnuramma. Ef það gengur ekki upp er ég tilbúinn í einhverja svona fimleika,“ sagði Milos. En í hverju fólst þessi ágreiningur nákvæmlega? „Þegar ég var fyrst ráðinn aðstoðarþjálfari með Óla Þórðar var ákveðin stefna sem ég vann eftir. Ég er svo kröfuharður við sjálfan mig og alla hina. Þetta er flott félag en allir í þjálfarateyminu eiga að vita sína vinnu og hvernig þeir eiga að hegða sér í leikjum og gagnvart dómurum og öllum,“ sagði Milos. „Ef það er ekki þannig er ég ekki sáttur. Ef stjórnin er ekki tilbúin að taka á málum þarf ég því miður að hætta. Þetta voru margir litlir hlutir sem mér leist ekki alveg á.“ Milos var lengi hjá Víkingi, bæði sem leikmaður og síðan þjálfari. Hann tók við sem aðalþjálfari um mitt sumar 2015 og undir hans stjórn endaði Víkingur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Víkingar fengu 32 stig sem er það mesta liðið hefur fengið í 12 liða deild. „Ég er mjög stoltur af því sem ég gerði hjá Víkingi. Ég var yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari, afreksþjálfari, aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Það var fleira jákvætt en neikvætt og við tókum skrefið og festum Víking í efstu deild,“ sagði Milos. Hann vill halda áfram að þjálfa og segist opinn fyrir öllu, bæði hér á landi sem og erlendis. „Ég er opinn fyrir öllu. En öll liðin eru með þjálfara fyrir utan okkur og Blika og þeir eru í góðum höndum hjá sínu þjálfarateymi. Ég er ekki maður sem sækist eftir starfi en ef einhver hringir í mig er ég opinn. Ég er þjálfari og stefni að því vera þjálfari, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Það kemur í ljós,“ sagði Milos. Hann hefur m.a. verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Breiðabliki sem rak Arnar Grétarsson í síðustu viku. En hefur Milos áhuga á að taka við Blikum? „Að því að ég er mjög hreinskilinn maður og er ekkert að ljúga þegar ég segi að þetta er spennandi félag. En ég hef ekki heyrt í þeim eða talað við þá,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Framkvæmdastjóri Víkings: Tökum stöðuna eftir Blikaleikinn Eins og fram kom á Vísi er Milos Milojevic hættur sem þjálfari Víkings R. 19. maí 2017 18:46
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20