Þjálfari Víðis: Helst vil ég klára þetta í fyrri hálfleik og verjast í seinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2017 13:34 Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15