Tveir af efnilegustu handboltamönnum landsins fengu báðir 10 fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2017 10:00 FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sækir á Valsmanninn Ýmir Örn Gíslason í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7 Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær. FH-ingar fögnuðu fimm marka sigri í leiknum, 30-25, og það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason hafa heillað marga handboltaáhugamenn með frammistöðu sinni í vetur og með því sýnt að þeir geta náð langt í þessari íþrótt. Ýmir Örn blómstrar helst í vörninni en Gísli í sókninni. HB Statz tók saman tölfræði úr leiknum í gærkvöldi eins og í fyrri leikjum úrslitaeinvígisins og þar komu þessir tveir ungu strákar afar vel út. Þeir fengu nefnilega báðir tíu fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz, Gísli fékk tíu fyrir sóknarleikinn en Ýmir tíu fyrir varnarleikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum í leiknum en eins átti hann 4 stoðsendingar og fiskaði að auki þrjú vítaköst. Gísli tapaði reyndar 4 boltum en kom með beinum hætti að 15 mörkum FH-liðsins. Hann átti einnig fimm mögulegar stoðsendingar að auki þar sem liðsfélagar hans nýttu ekki færin sín. Ýmir Örn Gíslason náði tíu löglegum stöðvunum í leiknum en hann stal alls fjórum boltum af FH-ingum í leiknum. Ýmir nýtti reyndar bara 2 af 7 skotum sínum en hann fiskaði 3 vítaköst eins og Gísli. Það er hægt að skoða tölfræði HB Statz úr leiknum í gærkvöldi með því að smella hér.Besti sóknarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 10,0 Josip Juric Gric, Val 9,2 Ólafur Ægir Ólafsson, Val 8,4 Ásbjörn Friðriksson, FH 7,6 Einar Rafn Eiðsson, FH 7,4 Ísak Rafnsson, FH 7,1Besti varnarmaður vallarins í leik 4 (frá HB Statz): Ýmir Örn Gíslason, Val 10,0 Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,3 Orri Freyr Gíslason, Val 6,9 Ísak Rafnsson, FH 6,7 Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7 Alexander Örn Júlíusson, Val 6,7
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira