Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2017 06:30 Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason sækir að vörn FH en Arnar Freyr Ársælsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru til varnar. vísir/eyþór Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira