Halldór: Valsmenn komast upp með hreint út sagt endalausar sóknir Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. maí 2017 22:32 Halldór var ósáttur með margt í leik FH í kvöld. vísir/eyþór „Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
„Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00