Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur nýlega tekið nýja bíla í notkun. Sé rýnt í tölur sést að vopnuðum útköllum þeirra er að fjölga. vísir/anton Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59
Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42
Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29
Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07
Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51