Eftir að hafa forðast það eins og heitan eldinn að veita Brasilíumanninum Demian Maia titilbardaga í veltivigtinni hjá UFC þá getur forsetinn, Dana White, ekki flúið lengur.
Maia vann um helgina sinn sjöunda bardaga í röð er hann lagði Jorge Masvidal á klofinni dómaraákvörðun. Erfiðasti bardagi Maia í langan tíma en hann náði að klára.
Eftir bardagann labbaði Maia beint að White. Fór á hnén og spurði hvort það væri ekki loksins komið að honum. „You got it,“ kallaði White á móti og Maia brosti breitt.
Þessi 39 ára gamli heiðursmaður fær því langþráð tækifæri gegn Tyron Woodley. Hvenær á eftir að koma í ljós en UFC vill helst láta hann berjast í sumar. Maia er ekki viss um að hann verði tilbúinn þá.
„Margir hérna eru að tala um þeir eigi hitt og þetta skilið. Það á enginn neitt skilið. Menn þurfa að vinna sér inn réttinn til þess að fá eitthvað,“ sagði White nokkuð heitur eftir UFC 211 um helgina.
„Rockhold er að rífa kjaft um að hann eigi eitthvað skilið. Hann var rotaður í fyrstu lotu og á ekkert skilið. Menn þurfa að vinna sér inn hluti og það hefur Maia gert.“
White: Maia er búinn að vinna sér inn titilbardaga

Tengdar fréttir

Stipe Miocic kláraði Junior dos Santos í 1. lotu
UFC 211 fór fram í nótt í Dallas í Texas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá og tókst báðum meisturunum að verja sína titla.