Milos: Erum að fá kantmann/framherja Gabríel Sighvatsson skrifar 14. maí 2017 21:03 Milos og lærisveinar hans hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/andri marinó Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var svekktur með tapið fyrir ÍBV en sáttur með frammistöðuna. „Við gerðum ein varnarmistök og þeir skora úr sínu fyrsta, og ef ég man rétt eina færinu sínu, en það er nóg til að vinna leik. Þú þarft ekki að skora 10 mörk, það er nóg að skora eitt og verjast síðan,“ sagði Milos eftir leik. Víkingar voru á móti vindi í seinni hálfleik og það er klárt mál að veðrið setti smá svip á leikinn. „Það er staðreynd að við náðum miklu betra spili í seinni hálfleik en við vorum eiginlega ekki að skapa neitt. Það var erfitt að finna lokasendinguna þar sem þeir voru þéttir til baka og sniðugir að nota líkamann. Þetta var 0-0 veður en við náðum ekki að opna þá þrátt fyrir að fá 2-3 dauðafæri,“ sagði Milos. „Þetta er búið að vera saga þessa tímabils, við spilum mjög vel en uppskerum ekki neitt og það er mjög svekkjandi.“ Milos sá sig tilneyddan til að gera breytingu á liði sínu og gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik. „Geoffrey meiddist og fór út af í hálfleik. Hin skiptingin var vegna þess að þeir voru að skapa smá usla vinstra megin og Ívar var smá sjóveikur á leiðinni en ég tek það ekki sem afsökun. Mér fannst þessar skiptingar koma vel út en við gerðum ekki nóg í seinni hálfleik til að jafna eða vinna þennan leik,“ sagði Milos. Síðustu tvö töp Víkinga koma gegn liðum sem er spáð neðar en þeim, Grindavík og ÍBV í dag. „Já, þetta eru mikil vonbrigði og svona þróun segir ekkert annað en að við verðum í sama pakka og þessi tvö lið og við þurfum að hreinsa upp þennan skít í næstu viku, þar er erfiður leikur á móti Breiðablik,“ sagði Milos. Hann býst við einum leikmanni til vibótar áður en félagsskiptaglugginn lokar á morgun. „Við erum búnir að fá leikmann inn en ég veit ekki hvort félagsskiptin eru búin að ganga í gegn þau ættu að gera það á morgun í síðasta lagi. Það er kantmaður/framherji. Eins gott fyrir okkur að næla í hann sérstaklega þar sem Geoffrey [Castillion] meiðist í dag og þau meiðsli líta ekki vel út,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur R. 1-0 | Eyjamenn komnir á sigurbraut | Sjáðu markið Alvaro Montejo skoraði sigurmarkið fyrir ÍBV í rokleik í Vestmannaeyjum. 14. maí 2017 20:15