Keilir vill tveggja brauta kennsluflugvöll og byggja í Vogunum Svavar Hávarðsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Flugbrautirnar tvær, ef af verður, verða um 1,2 kílómetrar að lengd. Mynd/Keilir Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sveitarfélaginu Vogum hefur borist fyrirspurn frá Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug á Strandaheiði. Ef af þessum æfingaflugvelli á Reykjanesi yrði myndi hann anna öllu kennslu- og æfingaflugi á suðvesturhorninu og víðar ef áhugi væri fyrir hendi. Bæjarráð Voga tók málið fyrir á fundi í síðustu viku og vísaði því til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Eins og kunnugt er rekur Keilir flugakademíu þar sem í boði er nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um tvær flugbrautir að ræða og er hvor um sig 1,2 kílómetrar að lengd – eins yrði um aðstöðu fyrir kennsluvélar að ræða, verkstæði og geymslur.Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í VogumÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, segir að æfingaflugvöllur krefjist eðlilega breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins, og óformleg fyrirspurn hefur verið send til eiganda landsins sem hér um ræðir. Lengra sé málið ekki komið á þessu stigi. Spurður hvernig áformin horfi við bæjarstjóranum við fyrstu sýn segir Ásgeir að ekkert eins og þetta hafi komið til tals áður og í skipulagsvinnu síðustu ára hafi slíkt aldrei verið ámálgað. Í því ljósi falli hugmyndin ekki að skipulagi dagsins í dag. „Að öðru leyti líst mönnum ekkert illa á þessa hugmynd – hvorki til né frá,“ segir Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira