Portúgal á toppnum: Tár, bros og takkaskór Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 14. maí 2017 19:30 „Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag. Eurovision Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
„Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag.
Eurovision Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira