Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel Ritstjórn Markaðarins skrifar 12. maí 2017 16:15 Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira